„Krosskönguló“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pl:Krzyżak ogrodowy
Lína 38:
Biðilsleikurinn fer þannig fram að karldýrið byrjar að leika taktfast á þennan þráð líkt og bassaleikari á streng með broddum sem eru á fremsta fótaparinu. Karldýrið tjáir þannig fyrirætlan sína og kvendýrið tjáir sig á móti með titringi. Ef karldýrið hefur minnsta grun um að kvendýrið sé þegar búið að maka sig þá forðar það sér samstundis. Að öðrum kosti þá mjakar hann sér ofurvarlega yfir á vef kvendýrsins og þau staðsetja hvort annað. Þegar karldýrið er komið nógu nálægt kvendýrinu þá stingur hann þreifaranum inn í kynop hennar og þaðan fer sæðið í þar til gert [[geymsluhólf]]. Kvenkóngulóin notar síðan sæðið þegar hún er tilbúin að verpa. Sæðið sem komið er í geymsluhólfið dugir oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlinn að koma sér hratt í burtu til þess að forðast að vera étinn, en karldýrin eru mun minni en kvendýrin. Ástæða þess að kvendýrið étur karlinn er talin vera sú, að í karlinum sé mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum tegundum kóngulóa sem éta karlana eftir mökun.
 
===Varp===
Þegar kvenkönguló er tilbúin til að verpa þá spinnur hún poka úr sérstökum silkiþræði sem aðeins kvenköngulær geta spunnið. Sá vefnaður líkist helst [[bómull]] þar sem hann inniheldur meira loft en aðrir þræðir kóngulóa. Pokinn er yfirleitt staðsettur í miðju kóngulóarvefsins hjá tilvonandi móður. Þegar pokinn er tilbúinn verpir hún í hann og sprautar síðan örlitlu af sæðinu sem hún fékk hjá karlinum yfir á eggin og frjóvgar þau. Síðan lokar hún pokanum. Pokar þessir eru á stærð við smásteina. Fyrst eftir að eggin hafa klakist út eru ungarnir hvítir og líkjast helst hárlús með átta fætur. Ungarnir hafa síðan hamskipti á meðan þeir eru enn í pokanum, en eftir það verða þeir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.