„Haraldur hérafótur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Haraldur hérafótur''' (um [[1015]] – [[17. mars]] [[1040]]) eða '''Haraldur 1.''' ([[enska]]: ''Harold Harefoot'') var konungur [[England]]s frá [[1037]] til dauðadags og áður ríkisstjóri frá [[1035]], svo að konungstíð hans er yfirleitt talin frá þeim tíma. Auknefni hans mun vísa til þess að hann hafi verið fljótur á fæti og mikill veiðimaður.
 
Haraldur var sonur [[Knútur mikli|Knúts mikla]], konungs Englands, [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Noregur|Noregs]], og [[AlfífaÆlfgifa|AlfífuÆlfgifu]] frillukonu hans. Albróðir hans var [[Sveinn Alfífuson]] en yngri hálfbróðir hans, sonur Knúts og [[Emma af Normandí|Emmu]] drottningar, var [[Hörða-Knútur]]. Knútur dó [[12. nóvember]] [[1035]] og þá var Hörða-Knútur löglegur arftaki hans þar sem hann var skilgetinn en hann var í Danmörku og komst ekki til Englands að láta krýna sig þar sem hann átti í átökum við Norðmenn og Svía um þær mundir. Haraldur hérafótur var þá gerður að ríkisstjóra þar til Hörða-Knútur gæti tekið við en margir Englendingar vildu hann frekar sem konung. Helstu andstæðingar hans voru hins vegar þau [[Guðini jarl af Wessex|Guðini jarl]] af Wessex, Emma ekkjudrottning og synir hennar með [[Aðalráður ráðlausi|Aðalráði ráðlausa]], fyrri eiginmanni hennar, Alfreð og [[Játvarður góði]].
 
Fljótlega skarst í odda, Emma hraktist til [[Flæmingjaland]]s eftir að Haraldur hafði komið Alfreð syni hennar fyrir kattarnef, og Haraldur var kosinn konungur 1037. Fátt er raunar vitað um hann og stjórn hans og hefur þess verið getið til að Alfífa móðir hans hafi verið hinn raunverulegi stjórnandi ríkisins. Hörða-Knútur hálfbróðir hans hafði á endanum treyst sig svo í sessi að hann ákvað að sigla til Englands og freista þess að ná völdum þar. Hann kom við í [[Brügge]], þar sem móðir hans var, og á meðan hann dvaldi þar bárust þau tíðindi að Haraldur hérafótur hefði látist óvænt í [[Oxford]], 17. mars 1040. Sigldi hann þá til Englands og tók við kórónunni.