„Haraldur hérafótur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Breyti: br:Harold Harefoot
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:HAROLD I HAREFOOT.JPG|thumb|right|Haraldur hérafótur - eða hugmynd síðari tíma listamanns um hann.]]
'''Haraldur hérafótur''' (um [[1015]] – [[17. mars]] [[1040]]) eða '''Haraldur 1.''' ([[enska]]: ''Harold Harefoot'') var konungur [[England]]s frá [[1037]] til dauðadags og áður ríkisstjóri frá [[1035]], svo að konungstíð hans er yfirleitt talin frá þeim tíma. Auknefni hans mun vísa til þess að hann hafi verið fljótur á fæti og mikill veiðimaður.
 
Haraldur var sonur [[Knútur mikli|Knúts mikla]], konungs Englands, [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Noregur|Noregs]], og [[Alfífa|Alfífu]] frillu hans. Albróðir hans var [[Sveinn Alfífuson]] en yngri hálfbróðir hans, sonur Knúts og [[Emma af Normandí|Emmu]] drottningar, var [[Hörða-Knútur]]. Knútur dó [[12. nóvember]] [[1035]] og þá var Hörða-Knútur löglegur arftaki hans þar sem hann var skilgetinn en hann var í Danmörku og komst ekki til Englands að láta krýna sig þar sem hann átti í átökum við Norðmenn og Svía um þær mundir. Haraldur hérafótur var þá gerður að ríkisstjóra þar til Hörða-Knútur gæti tekið við en margir Englendingar vildu hann frekar sem konung. Helstu andstæðingar hans voru hins vegar þau [[Guðini jarl af Wessex|Guðini jarl]] af Wessex, Emma ekkjudrottning og synir hennar með [[Aðalráður ráðlausi|Aðalráði ráðlausa]], fyrri eiginmanni hennar, Alfreð og [[Játvarður góði]].