„Knútur ríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HerculeBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Breyti: simple:Canute
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Cnut.jpg|thumb|Knútur mikli]]
'''Knútur ríki''' ([[danska]]: ''Knud den Store''; [[fornenska]]: ''Cnut se Micela''; [[norræna]]: ''Knútr inn ríki''; [[enska]]: ''Cnut the Great''; um [[995]] – [[12. nóvember]] [[1035]]) var sonur [[Sveinn tjúguskegg|Sveins tjúguskeggs]], konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá [[1018]] til [[1035]], konungur [[England]]s frá [[1016]] til [[1035]] og konungur [[Noregur|Noregs]] frá [[1028]] til [[1035]]. Móðir Knúts var Gunnhildur af Póllandi, fyrri kona Sveins.
 
Knútur fór í herferð til Englands með föður sínum árið [[1013]] og þar lést Sveinn árið eftir. Her Dana valdi Knút konung Englands en eldri bróðir hans, [[Haraldur 2. Danakonungur|Haraldur 2.]], var tekinn til konungs í Danmörku. Enska ríkisráðið, sem hafði kjörið Svein konung eftir sigra hans árið áður, sætti sig ekki við Knút og kallaði þess í stað [[Aðalráður ráðlausi|Aðalráð ráðlausa]], fyrrverandi Englandskonung, heim úr útlegð. Knútur neyddist til að flýja til Danmerkur. Árið [[1015]] sneri hann þó aftur með fjölmennt lið. Hann var hylltur konungur í nokkrum héröðum. Aðalráður dó vorið [[1016]] en sonur hans, [[Játmundur járnsíða]], gerði kröfu til valda. Þeir Játmundur og Knútur áttu í átökum um skeið en í október 1016 sömdu þeir um að skipta landinu og fékk Knútur allt land fyrir norðan ána [[Thames]]. Játmundur lést þó mánuði síðar og í janúar [[1017]] var Knútur tekinn til konungs yfir öllu Englandi. Hann gekk að eiga Emmu, ekkju Aðalráðs.