Munur á milli breytinga „Erfðamengjafræði“

ekkert breytingarágrip
'''Erfðamengjafræði''' fjallar til dæmis um byggingu litninga, raðgreiningu erfðamengja, starfsemi erfðamengja og samanburð á erfðamengjum.
 
Erfðamengjafræðin er tiltölulega ný fræðigrein, og má rekja upphaf hennar til verkefnis sem miðaði að því að [DNA-raðgreining|raðgreina] allt [[erfðamengi]] (genome) mannsins. Það verkefni krafðist mikillar fjárfestingar í líftækni, verkfræði og hugbúnaði sem leiddi til þess að erfðamengi fjölmargra baktería, fornbaktería og heilkjörnunga hafa verið raðgreind.
 
Erfðamengjafræðin fjallar einnig um starfsemi erfðamengja, það er hvernig genin virka, hvar og hvenær þau eru tjáð, um hlutverk litningaenda, þráðhafta og hvernig stökklar og hlutlausar raðir hegða sér í erfðamenginu.
Óskráður notandi