„Haukur Morthens“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kfk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kfk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 117:
Þessar revíur voru færðar upp tvisvar á ári og oft sýndar á hverju kvöldi, Algengt var að áhafnir sendu skeyti þar sem í stóð að þeir væru að koma í land og þyrftu að fá miða. Eins komu ýmsir hópar svo sem fólk sem vann hjá sama fyrirtæki, saman á sýninguna.
Þarna ríkti alveg sérstök stemning og var fjallað á gamansaman hátt um lífið í borginni."|Blaðamaður<ref>Vísir 11. desember 1978 - bls 12..</ref>}}
 
=== Lítið brölt ===
Þegar platan "Lítið brölt" kom út árið 1980 skrifaði tónlistargagnrýnandi Dagblaðsins, [[Eyjólfur Melsted]] um plötuna.
 
{{Tilvitnun2|Stundum koma út hljómplötur með músik sem hvorki verður flokkuð undir klassík eða popp. Ein slikra platna er "Lítið brölt". — [[Jóhann Helgason]] semur að því er virðist miklu meira af lögum en hann getur, eða hentar að syngja sjálfur inn á plötur, og því eru fengnir aðrir til,
Það vekur strax athygli, þegar hlýtt er á "Lítið brölt", hversu fáein lög skera sig úr fyrir gæða sakir. Og það eru einmitt lögin sem Jóhann semur við ljóð annarra. Víst er það virðingarvert að leggja sig fram við lagasmíð, þegar um jafnágæt ljóð ræðir og ''Vorið kom'', eftir [[Kristján frá Djúpalæk]], ''Við freistingum gæt þín'', eftir [[Matthías Jochumsson]] og ''Úr Nótt'', eftir [[Þorsteinn Erlingsson|Þorstein Erlingsson]].
 
====Kynslóðabilið sem gleymdist====
 
Svo er Haukur Morthens fenginn til að syngja lögin inn á plötuna og Haukur gerir allt vel eins og ævinlega. Bræðingsspútnikarnir ungu í [[Mezzoforte]] leika undir hjá Hauki. Það er vel viðeigandi, því að Haukur, eins og fleiri "Grand Old Men" í bransanum, hefur löngum reynst sér yngri mönnum Haukur í horni, Það gleymdist víst að segja honum frá kynslóðabilinu. Strákarnir í "Hálfsterk" (með hæfilegri hundalógik má þýða Mezzoforte-hálfsterkt) standa sig með ágætum. Það vekur aftur þá hugsun hvort ekki sé verið að brenna púðrinu til lítils. Platan í heild virkar öðrum þrœði á mig sem hálfgildings tilraun til minnisvarðagerðar um söngferil Hauks og að því leyti misheppnuð með öllu.
 
====Dýr útgáfuaðferð====
 
Þarft verk væri að kynna piltunum í "Hálfsterk" hvernig Haukur söng sveiflurokkið með hljómsveit [[Gunnar Ormslev|Gunnars Ormslev]] á sinni tíð og töfraði lýðinn upp úr skónum á "Heimsmóti æskunnar í Moskvu". Þar held ég þeir fyndu réttu bylgjulengdina, Haukur og strákarnir. Þá mætti víst gera góða plötu. Fá til nokkra dúndurblásara, í stað míkrófónpíparanna sem eru á þessari plötu. Ég undanskil þar þó [[Kristinn Svavarsson|Kristin Svavarsson]]. Leyfa kórnum að gefa í, í stað þess að púa undir. Já það held ég að yrði brölt í lagi.
 
Megnið af lögum Jóhanns Helgasonar á hljómplötu þessari hefðu betur komið út í snotru nótnahefti. Þau eru snotur indæl og góðra gjalda verð, en réttlæta tæplega svo dýra úlgáfuaðferð, sem breiðskífan hlýtur að teljast.|Eyjólfur Melsted<ref>Dagblaðið 20. nóvember 1980 - bls 5..</ref>}}
 
=== Jólaboð ===