„Eystribyggð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 195.13.151.110 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 82.74.250.169
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Eastern-settlement.png|thumb|350px|Kortið sýnir meginhluta Eystribyggðar. Rauðu punktarnir sýna þá staði og örnefni sem með nokkurri vissu er hægt að staðsetja. Nöfnin eru rituð samkvæmt nútímarithætti.]]
 
'''Eystribyggð''' var aðalbyggðarlag norrænna manna á [[Grænland]]i. Aðalbyggðin náði yfir það sem nú eru sveitarfélögin [[Nanortalik]], [[Qaqortoq]] og [[Narsaq]] syðst á landinu. Norðvestan við lá svo nefnd [[Miðbyggðin á Grænlandi|Miðbyggð]]. Önnur meginbyggð norrænna manna á Grænlandi var [[Vestribyggð]], og var um 600 - 700 km fjarlægð mill byggðasvæðanna og samkvæmt miðaldaheimildum var talinn sex daga róður þar á milli. Rústir eftir um 500 bæi hafa fundist í byggðinniEistribyggð, bæði út við strönd og inn til dala. Flest stærri býlin hafa verið innarlega í fjörðunum. Eitthvað af rústunum hafa sennilega verið sel og jafnvel önnur útihús. Ógerlegt er að vita hversu margir íbúar voru, hafa ágiskanir oft á bilinu 3000 til 6000 manns. Fornleifafræðingar gera þó nú ráð fyrir að íbúar hafi aldrei verið fleiri en um 2000 ef gengið er út frá fjölda kirkjugarða og grafa í þeim.
 
Megnið af þeim rituðu heimildum sem til eru um búsetu Grænlendinga hinna fornu fjalla um Eystribyggð og mannlífið þar. Gerir það meðal annars að fjöldi staðanafna og örnefna hafa varðveist til seinni tíma. Það eru þó einungis tveir staðir sem með fullri vissu er hægt að staðsetja. Er það annars vegar biskupssetrið að [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]] en þar hefur fundist gröf biskups með biskupskræklu og er það þar sem nú heitir [[Igaliku]]. Hins vegar er Hrafnsfjörður (sem í frásögu [[Ívar Bárðarson|Ívars Bárðarsonar]] er skrifað sem ''Rampnessfiord''), í firðinum var sögð eyja þar sem heitt vatn kom úr jörðu. Á eyju í þeim firði sem nú er nefndur Uunartoq er eina heita uppsprettan á Grænlandi. Útfrá þessum stöðum hefur verið hægt að staðsetja með allnokkru öryggi fjölda annarra staða meðal annars [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]], [[Hvalsey]], [[Herjólfsnes]] og klaustrin tvö. Var annað nunnuklaustur í reglu Benediktínusar í Hrafnsfirði og hitt munkaklaustur í reglu Bendediktínusar sem helgað var Ólafi helga og heilögum Ágústínusi í Ketilsfirði.