„Noel Gallagher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MastiBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Breyti: ru:Галлахер, Ноэл
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Noel Gallagher playing Champagne Supernova.jpg|thumb|right|Noel Gallagher]]
'''Noel Gallagher''' (fullt nafn: Noel Thomas David Gallagher) ervar gítarleikari og helsti lagasmiður [[Bretland|bresku]] rokkhljómsveitarinnar [[Oasis]]. Hann er fæddur þann [[29. maí]] árið [[1967]] í [[Manchester]]. Noel, sem hafði verið rótari hjá The Inspiral Carpets, gekk til liðs við Oasis árið [[1991]], en fyrir í bandinu var litli bróðir hans [[Liam Gallagher]]. Noel tók stjórnina og krafðist þess að semja lög sveitarinnar. Stormasamt samband þeirra bræðra hefur oft orðið til þess að Noel hefur alvarlega íhugað að hætta í bandinu. Á tónleikaferð um [[Bandaríkin|Bandaríkin]] árið [[1994]] lét Noel sig hverfa sporlaust er hann ætlaði að yfirgefa bandið eftir rifrildi við Liam. Þar hitti hann stúlku sem taldi hann af þeim áformum og til varð lagið „Talk Tonight“ sem er að finna á B-hliðarsafnplötunni The Masterplan.
 
Árið [[1996]] flaug hann heim úr tónleikaferðalagi Oasis um Bandaríkin og ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Honum snérist þó hugur og ákvað að halda áfram. Í [[Barcelona]] árið [[2000]] ætlaði Noel enn og aftur að hætta eftir rifrildi við Liam og sagðist vera hættur að spila með Oasis utan Bretlands. Oasis kláraði tónleikaferðalagið um [[Evrópa|Evrópu]] án Noel og hann spilaði síðan með þeim á þeim tónleikum sem voru á Bretlandseyjum. Bræðurnir enduðu á að sættast og Noel ákvað að láta af þessum áformum sínum.
Lína 7:
 
Gallagher giftist Meg Matthews árið 1997, þau skildu árið 2000 skömmu eftir að dóttir þeirra, Anais, fæddist. Hann er nú í sambandi með Sara MacDonald.
 
Noel hætti í Oasis eftir rifrildi við Liam sumarið 2009, fyrir tónleika í París. Í kjölfarið stofnaði Liam hljómsveitina Beady eye og Noel hóf sólóferil. Árið 2011 gaf hann út plötuna Noel Gallaghers highflying birds.
 
{{DEFAULTSORT:Gallagher, Noel}}