„Johan Cruyff“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 42:
 
=== Þjálfari ===
Johan Cruyff sneri enn á ný til Ajax sumarið [[1985]], en að þessu sinni sem eftirmaður þjálfarans og lærimeistara síns Rinus Michels. Cruyff notaði kerfið sem Michels hafði komið á með Ajax og þróaði það enn frekar. Í þau þrjú ár sem hann þjálfaði liðið missti hann ætíð naumlega af meistaratitlinum, en varð þó tvisvar bikarmeistari. [[1987]] varð Ajax meira að segja Evrópumeistari bikarhafa með 1-0 sigri á Lokomotive Leipzig. Í liðinu þjálfaði hann marga unga menn sem seinna voru kallaðir í hollenska landsliðið. Má þar nefna leikmenn eins og [[Marco van Basten]], [[Frank Rijkaard]] og [[Dennis Bergkamp]]. [[1988]] sneri El Salvador aftur til Barcelona sem þjálfari. Í stað þess að nota stjörnur eins [[Bernd Schuster]] og [[Gary Lineker]], ákvað Cruyff að setja traust sitt á leikmenn á borð við [[JosepPep Guardiola|Guardiola]], [[Albert Ferrer|Ferrer]] og son sinn [[Jordi Cruyff]]. Einnig náði hann í nýja leikmenn, eins og [[Hristo Stoitchkov]], [[Ronald Koeman]] og [[Michael Laudrup]]. Árangurinn var frábær. [[1989]] varð Barcelona Evrópumeistari bikarhafa eftir 2-0 sigur á [[Sampdoria Genua]] í úrslitaleik. 1991-94 varð Barcelona fjórum sinnum spænskur meistari í röð, 1990 bikarmeistari, 1992 Evrópumeistari (síðasta árið áður en [[Meistaradeild Evrópu|meistaradeildin]] var stofuð) og sama ár sigruðu Börsungar Super Cup keppnina í Evrópu með sigri á [[Borussia Dortmund]] í tveimur úrslitaleikjum. Johan Cruyff er því sigursælasti knattspyrnuþjálfari sem Barcelona hefur átt. Vendipunkturinn kom í úrslitaleik meistaradeildarinnar [[1994]], er Börsungar steinlágu fyrir AC Milan 0-4. Liðið náði ekki að vinna neina titla í tvö ár. Cruyff reyndi að endurnýja mannskapinn, en lenti í ósætti við stjórnina. Honum var sagt upp störfum [[18. maí]] [[1996]]. [[1999]] sneri Cruyff sér aftur að þjálfun, er knattspyrnusamband [[Katalónía|Katalóníu]] (héraðið í kringum [[Barcelona]]) réði hann sem landsliðsþjálfara. Katalónía er þó eingöngu með óopinbert lið (enda ekki sjálfstætt ríki) og leikur eingöngu vináttuleiki. Sama ár, 1999, var Johan Cruyff kjörinn knattspyrnumaður aldarinnar í Evrópu, eini maðurinn sem hlotið hefur slíkan heiður.
 
=== Árangur sem þjálfari ===