„Bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Atae (spjall | framlög)
Lína 2.746:
Meirihluti Samfylkingarinnar féll í þessum kosningum. Samfylkingin myndaði þess vegna meirihluta með Vinstrihreyfingunni-Grænu framboði. Lúðvík Geirsson varð áfram bæjarstjóri og Guðmundur Rúnar Árnason var kosinn forseti bæjarstjórnar.<ref>[http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2010-24-skjar.pdf Fjarðarpósturinn 16. júní 2010]. Bls. 1: ''Leiðast varlega af stað''</ref> Samkvæmt samkomulagi sem flokkarnir tveir gerðu með sér var ákveðið að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tæki við embætti bæjarstjóra í júní 2012.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/07/ludvik_afram_baejarstjori/ Mbl.is 7. júní 2010: Lúðvík verður áfram bæjarstjóri] (Skoðað 9. júlí 2010)</ref><br />
Ráðning Lúðvíks sem bæjarstjóra mætti nokkurri andstöðu meðal bæjarbúa. Meðal annars var litið svo á að hann hafi sett bæjarstjórastólinn að veði í kosningunum, en hann komst ekki að sem bæjarfulltrúi.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2010/06/14/motmaela_nyjum_meirihluta_i_hafnarfirdi/ Mbl.is 14. júní 2010: Mótmæla nýjum meirihluta í Hafnarfirði]. (Skoðað 9. júlí 2010)</ref> Þann [[8. júlí]] [[2010]] fór því svo að Lúðvík ákvað að láta af störfum sem bæjarstjóri. Við bæjarstjórastarfinu tók [[Guðmundur Rúnar Árnason]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/08/ludvik_haettir_i_hafnarfirdi/ Mbl.is 8. júlí 2010: Lúðvík hættir í Hafnarfirði]. (Skoðað 9. júlí 2010)</ref><br />
Guðmundur Rúnar lét af embætti forseta bæjarstjórnar í september 2010 og í stað hans var Sigríður Björk Jónsdóttir kosin forseti.<ref>[http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/DisplayMeeting.aspx?id=1008024F Fundargerð bæjarstjórnar 1. september 2010]</ref> Í október 2011 lét Sigríður Björk af starfi forseta og tók Margrét Gauja Magnúsdóttir við af henni.<ref>[http://www.visir.is/margret-gauja-verdur-forseti-baejarstjornar/article/2011111009489?fb_ref=under&fb_source=profile_oneline Vísir.is 5. október 2011: Margrét Gauja verður forseti bæjarstjórnar]. (Skoðað 7. október 2011)</ref><br />
Margrét Gauja Magnúsdóttir fór í fæðingarorlof frá ágúst 2010 til febrúar 2011 og tók Lúðvík Geirsson sæti hennar í bæjarstjórn á meðan.<ref>[http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/DisplayMeeting.aspx?id=1008024F Fundargerð bæjarstjórnar 1. september 2010]</ref>