„Svartidauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Dánartíðni: ekki er talað um "% af hverjum tíu"
Lína 22:
Giskað hefur verið á að íbúar Evrópu hafi fyrir plágu verið um 80 milljónir og hafði fjöldi þeirra tvöfaldast á 300 árum. Sé sú tilgáta rétt að þriðjungur þeirra hafi látist í plágunni er heildarfjöldi látinna 27 milljónir.
 
== Útbreiðsla sjúkdómsinasjúkdómsins ==
[[Mynd:Bubonic plague-en.svg|thumb|right|Útbreiðsla Svarta dauða um Evrópu.]]
Lungnapestin braust út í verslunarbænum [[Kaffa]] á [[Krímskagi|Krímskaga]] árið [[1347]]. Þar sem Kaffa var miðstöð viðskipta og verslunar var leiðin greið fyrir rottur að ferðast þaðan með skipum og bera sjúkdóminn með sér. Einnig lágu verslunarleiðir til Asíu frá tímum heimsveldis [[Gengis Kan|Dsjengis Khan]] og [[Mongólar|Mongóla]]. Þær lágu yfir slétturnar víðáttumiklu milli Rússlands og Kyrrahafsins, þar sem pestin var landlæg í nagdýrum. Því má segja að það hafi ekki verið nein tilviljun að sjúkdómurinn hafi blossað upp í Kaffa.
Lína 32:
Þeir sem náðu til Cataníu dóu stuttu síðar á sjúkrahúsum af völdum veikinnar og skildu íbúa borgarinnar eftir skelfingu lostna. Í hræðslu sinni neituðu þeir að sjúklingarnir yrðu grafnir í borginni. Fyrirskipaði þá biskupinn að líkin skyldu sett í djúpar gryfjur fyrir utan borgarmúrana. Á eyjunum við Ítalíu og Ítalíu sjálfri er talið að um það bil 75% íbúa hafi látið lífið í þessum skelfilegu hamförum.
 
Frá Ítalíu breiddist plágan um alla Evrópu, bæði í suður- og vesturátt. Talið er að ástandið í [[Frakkland]]i hafi verið mjög svipað og á Ítalíu, en þar geisaði pestin í eitt og hálft ár.
 
== Viðbrögð almennings ==