„Gljúfrasteinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Stofan á Gljúfrasteini er viðarklædd og hljómburðurinn í stofunni er mjög góður. Halldór og Auður héldu tónleika á heimili sínu til margra ára og þar komu fram margir þekktir tónlistarmenn, bæði innlendir og erlendir. Oft spiluðu þar tónlistarmenn frá [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] en Halldór var formaður [[Menningartengsl Íslands og Rússlands|MÍR]] í nokkur ár á 6. áratugnum. Sovéskir listamenn nýttu sér oft heimsóknir sínar til Íslands sem stökkpall yfir til Vesturlanda.<ref>{{cite book |title=Á Gljúfrasteini: Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Sveinsdóttur Laxness |author=Edda Andrésdóttir og Auður Sveinsdóttir |year=1984 |publisher=Vaka - bókaforlag}}</ref>
 
Halldór naut mikillar virðingar erlendis, ekki síst eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1955. Þegar opinberir gestir komu til landsins, var þeim oft boðið í heimsókn á Gljúfrastein. Sem dæmi má nefna að bæði [[Gústaf VI Adólf]] Svíakonungur og sonarsonur hans [[Karl XVI Gústaf af Svíþjóð|Karl XVI Gústaf]] heimsóttu Gljúfrastein, árin 1957 og 1987.
 
Halldór lést árið 1998 en Auður bjó áfram á Gljúfrasteini til ársins 2002. Þá keypti íslenska ríkið Gljúfrastein og listaverkin, en Auður gaf allt innbú hússins. Í september 2004 var húsið opnað sem safnið Gljúfrasteinn - hús skáldsins eftir viðhald og hefur verið opið gestum síðan þá.