„Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Amirobot (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
Lína 12:
Það ber að nefna að Clay hafði til að mynda mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna til embættis [[Forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]] árið [[1824]]. Enginn frambjóðenda hlaut meirihluta kjörmanna í þeirri kosningu og samkvæmt stjórnarskrá var það því í höndum fulltrúadeildar að kjósa forseta Bandaríkjanna. Ákvörðun Clay að styðja [[John Quincy Adams]] er talin hafa ráðið úrslitum í því að Adams sigraði.
 
== Skyldur þingforseta ==
Þingforseti hefur þó nokkur völd þó þau hafi raunar verið takmörkuð í seinni tíð. Þingforseti er, líkt og aðrir þingmenn, fulltrúi síns fylkis og á að gæta hagsmuna þess en hann tekur þó sjaldan þátt í umræðum né kýs, nema þegar atkvæði hans gæti haft úrslitaáhrif eða í mikilvægum málefnum eins og stjórnarskrárbreytingum. Þingforsetinn er annar í röðinni til forsetaembættisins á eftir [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforsetanum]] ef [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]] deyr, er leystur frá störfum, segir af sér eða annað kemur í veg fyrir að forseti geti sinnt starfi sínu. Það gerir þingforseta að þriðja æðsta manni ríkisins.
 
Lína 22:
Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir engar kröfur til forseta fulltrúadeildarinnar er snúa að hlutleysi og hefur sú hefð myndast í gegnum tíðina að forsetinn er flokkshollur. Slíkt er í skarpri andstæðu við, til að mynda, forseta neðri-málstofu [[Breska þingið|breska þingsins]]. Forseti fulltrúadeildarinnar telst leiðtogi flokks síns innan þingsins og er staðan jafnan talin sú valdamesta innan flokksins. Forsetinn stýrir málum í lagasetningu en hefur hefur jafnframt kosningarétt og ávarpsrétt þó að mjög sjaldgæft að forsetinn kjósi um málefni eða taki þátt í umræðum á þingi.
 
== Þekktir þingforsetar ==
Meðal þekktra þingforseta má nefna [[Repúblikanaflokkurinn|repúblíkanann]] [[Thomas Brackett Reed]] sem var þingforseti á árunum [[1889]]–[[1891]] og [[1895]]–[[1899]] en hann hafði mikil áhrif á embættið með því víkka út völdin sem því fylgdu. Hann ruddi þannig brautina fyrir komandi þingforseta en [[Joseph Gurney Cannon]] sem varð þingforseti á árunum [[1903]] til [[1911]] var einn þeirra sem nýtti sér það mjög. Hann er oft talinn öflugasti þingforseti í sögu Bandaríkjanna en hann stjórnaði hvaða frumvörp voru rædd og hvernig, hann ákvað hvers konar breytingar mætti gera á frumvörpum og hvernig skyldi kosið um þau. Þannig hafði Cannon gríðarleg völd yfir þinginu.
 
Lína 33:
* {{cite book|last1 = Katz| first1 = Richard S.|title = Political Institutions in the United States|publisher = Oxford University Press|date = 2007|accessdate = 13. október |accessyear=2010|isbn = 9780199283835}}
 
== Tenglar ==
* [http://www.speaker.gov/''Speaker Nancy Pelosi'']
* [http://en.wikipedia.org/wiki/Speaker_of_the_United_States_House_of_Representatives''Wikipedia: Speaker of the United States House of Representatives'']
Lína 51:
[[he:יושב ראש בית הנבחרים של ארצות הברית]]
[[id:Ketua Dewan Perwakilan Rakyat Amerika Serikat]]
[[it:SpeakerPresidente della Camera dei Rappresentantirappresentanti degli Stati Uniti d'America]]
[[ja:アメリカ合衆国下院議長]]
[[ms:Speaker Dewan Perwakilan Amerika Syarikat]]