„Gljúfrasteinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Gljufrasteinn 1.JPG|thumb|Gljúfrasteinn i Mosfellsdal, heimili Halldórs Laxness]]
'''Gljúfrasteinn''' er hús í [[Mosfellsdalur|Mosfellsdal]], sem var heimili [[Halldór Kiljan Laxness|Halldórs Laxness]] í 53 ár eða frá [[1945]] til [[1998]].
 
 
[[Íslenska ríkið]] keypti Gljúfrastein árið [[2002]] af ekkju Halldórs, [[Auði Laxness]], og rekur þar nú safn til minningar um Halldór.
'''Gljúfrasteinn''' var heimili [[Halldór Laxness|Halldórs Kiljans Laxness]] og fjölskyldu hans í meira en hálfa öld. Halldór Laxness hlaut [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|bókmenntaverðlaun Nóbels]] árið 1955. Húsið stendur efst í [[Mosfellsdalur|Mosfellsdalnum]] við ána [[Köldukvísl]] og er í dag rekið sem safn um skáldið.
 
Húsið var byggt árið 1945 af Halldóri Laxness og konu hans Auði Sveinsdóttur. Arkitekt hússins er [[Ágúst Pálsson]] og [[Birta Fróðadóttir]] hannaði innréttingarnar. Halldór valdi staðsetningu hússins, en það er reist á æskuslóðum hans rétt hjá Laxnesi. Nafn hússins er dregið af stórum steini í nágrenninu sem kallaður var Gljúfrasteinn, en um þann stein skrifaði Halldór smásöguna „Steinninn minn helgi“ 19 ára að aldri.<ref>{{cite web |url= http://timarit.is/view_page_init.jsp?monthId=9&yearId=2004&pubId=288&lang=en |title=„Í holtinu fyrir ofan Laxnes er steinn“: Um Gljúfrastein og Halldór Laxness |author=Halldór Guðmundsson |accessdate=2011-10-02 |work= Lesbók Morgunblaðsins, laugardagur 4.9.2004 }}</ref>
 
Stofan á Gljúfrasteini er viðarklædd og hljómburðurinn í stofunni er mjög góður. Halldór og Auður héldu tónleika á heimili sínu til margra ára og þar komu fram margir þekktir tónlistarmenn, bæði innlendir og erlendir. Oft spiluðu þar tónlistarmenn frá [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] en Halldór var formaður [[Menningartengsl Íslands og Rússlands|MÍR]] í nokkur ár á 6. áratugnum. Sovéskir listamenn notuðu heimsóknir þeirra til Íslands oft sem stökkpall yfir til Vesturlanda. <ref>{{cite book |title=Á Gljúfrasteini: Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Sveinsdóttur Laxness |author=Edda Andrésdóttir og Auður Sveinsdóttir |year=1984 |publisher=Vaka - bókaforlag}}</ref>
 
Halldór naut mikillar virðingar erlendis, ekki síst eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Þegar opinberir gestir komu til landsins, var þeim oft boðið í heimsókn á Gljúfrastein. Sem dæmi má nefna að bæði [[Gústaf VI Adólf]] Svíakonungur og sonarsonur hans [[Karl XVI Gústaf af Svíþjóð|Karl XVI Gústaf]] heimsóttu Gljúfrastein, árin 1957 og 1987.
 
Halldór lést árið 1998 en Auður bjó áfram á Gljúfrasteini til ársins 2002. Þá keypti íslenska ríkið Gljúfrastein og listaverkin, en Auður gaf allt innbú hússins. Í september 2004 var húsið opnað sem safnið Gljúfrasteinn - hús skáldsins eftir viðhald og hefur verið opið gestum síðan þá.
 
Húsið er í nánast upprunalegu ástandi og í því má finna ýmsa áhugaverða muni úr eigu Halldórs og Auðar, til að mynda allt bókasafn Halldórs. Á Gljúfrasteini má einnig finna listaverk eftir helstu listamenn tuttugustu aldarinnar, listamenn á borð við [[Jóhannes Kjarval]], [[Nína Tryggvadóttir|Nínu Tryggvadóttur]], [[Louisa Matthíasdóttir|Louisu Matthíasdóttur]], [[Svavar Guðnason]], [[Karl Kvaran]], [[Ásmundur Sveinsson|Ásmund Sveinsson]]. Einnig er hægt að sjá þar verk eftir danska málarann og myndhöggvarann [[Asger Jorn]] og norska málarann [[Jakob Weidemann]].
 
 
 
== Tengill ==