„Einmánuður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
==Heitdagur==
[[Mynd:Ludvig Harboe.jpg|thumb|150px|Ludvig Harboe (1709 – 1783) var danskur prestur, Hólabiskup 1741 til 1745 og jafnframt Skálholtsbiskup eitt ár frá 1744 til 1745 og Sjálandsbiskup frá 1757.]]
Venja var að haldnar væru þrjár samkomur á ári í hverjum [[Hreppur|hrepp]] til að ræða sameiginleg mál eins og fátækratíund og fjallaskilfjallskil. Ein var að hausti önnur á [[Langafasta|lönguföstu]] og þriðja eftir vorþing. Á [[Norðurland|Norðurlandi]] var samkoman á föstunni haldin fyrsta dag einmánaðar og hann nefndur ''heitdagur'' en þá var einkum safnað heitum fyrir fátæka.
 
Árin 1741-45 fóru þeir [[Ludvig Harboe]] og [[Jón Þorkelsson Thorcillius|Jón Þorkelsson Thorcillius]] í eftirlitsferð til Íslands að undirlagi Jóns og með samþykki Danskra stjórnvalda og í framhaldi lögðu þeir til ýmsar breytingar á helgidagahaldi á landinu. Var þá heitdagur eitt af því sem aflagt var með konunglegri tilskipun 29. maí [[1744]] og norðlendingum skipað að flytja hann yfir á næst sunnudag er fólk kæmi almennt til messu. Var það með þeim rökum að ekki tíðkaðist þessi siður annarstaðar í [[Danaveldi]]. Norðlendingar rituðu konungi ítarlega greinargerð og bænarskjal árið [[1755]] um að fá að halda deginum en því var hafnað.