„Rijksmuseum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: nl:Rijksmuseum Amsterdam
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Saga ==
Safnið var stofnað árið [[1800]] í borginni [[Haag]] til að halda utan um málverkasafn landstjóranna í Hollandi. Á þessum tíma voru [[Frakkland|Frakkar]] við völd í landinu. [[1808]] ákvað [[Loðvík Bonaparte]] að flytja safnið til Amsterdam, þar sem hann sat sem konungur. Samtímis því voru málverk í eigu borgarinnar tekinn inn í safnið, t.d.til dæmis ''Næturvaktin'' eftir Rembrandt. Árið [[1863]] var haldin samkeppni um nýtt safnahús í borginni sem hýsa ætti málverkin. Framkvæmdir við nýtt hús hófust þó ekki fyrr en [[1876]] og var byggingin formlega vígð [[13. júlí]] [[1885]]. Safnið stendur við torgið Museumplein, en þar standa fleiri söfn, s.s.svo sem [[Van Gogh safnið]] og tónlistarhúsið (''Concertgebouw''). [[1890]] var byggingin stækkuð, en efniviðurinn var tekinn úr sögulegum byggingum sem voru rifin á svipuðum tíma. Síðustu lagfæringar og endurbætur fóru fram [[2003]].
 
== Bókasafn ==
Í ríkissafninu er bókasafn, Rijksmuseum Research Library. Það er stærsta opinbera bókasafn um listasögu í Hollandi. Þar er að finna um 140 þúsþúsund verk, 3.200 fagtímarit og ýmislegt annað. Í upphafi var bókasafnið í aðalbyggingunni, en við endurbæturnar 2003 var það flutt í annað hús.
 
== Málverk ==
Lína 15:
Rembrandt á alls 19 málverk í safninu. Þau helstu eru:
 
* Næturvaktin
* Gyðingabrúðurin
* Sjálfsmynd frá 1629
* María Trip
* Liðssveit Frans Banning Cocq og Willems van Ruytenburch
* Pétur postuli afneitar Jesú
* Sjálfsmynd sem Páll postuli
 
=== Jan Vermeer ===
[[Mynd:Vermeer - The Milkmaid.jpg|thumb|''Kona með mjólkurkrús'' eftir Jan Vermeer]]
* Kona með mjólkurkrús
* Ástarbréfið
* Kona að lesa bréf
* Litla gatan
 
=== Jan Steen ===
* Borgarstjórinn í Delft
* Nikulásarhátíðin
* Drukkna parið
* Adolf og Catharina Croeser
* Arent Oostwaard og eiginkona hans
* Börn kenna ketti að dansa
* Morgunsnyrtingin
 
=== Aðrir meistarar ===