„Gouda (ostur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
Til eru nokkrar Gouda-tegundir í Hollandi, flokkaðar eftir þroskunartíma. Flokkunin, frá yngsta ostinum til þess elsta, er „Graskaas“, „Jong“, „Jong belegen“, „Belegen“, „Extra belegen“, „Oud“ og „Extra oud“. Því eldri sem osturinn er, þeim mun harðari og saltari er hann. Því yngri sem hann er, þeim mun mýkri er hann.
 
Gouda-ostur er nú framleiðddurframleiddur víða um heim. Á Íslandi hefur hann verið gerður frá [[1961]] en það ár hófst framleiðsla á skorpulausum Gouda-osti í [[Mjólkurbú Flóamanna|Mjólkurbúi Flóamanna]] á [[Selfoss]]i. Hann er nú framleiddur í nokkrum tegundum, ýmist með 11%, 17% eða 26% fituinnihaldi, auk þess sem hægt er að fá bæði sterkari og mildari osti en þann sem algengastur er, svo sem svartan Gouda og Skólaost. Gouda-ostur er einn algengasti osturinn á Íslandi.
 
== Heimildir ==