„Únst“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tæmdi síðuna
m Tók aftur breytingar 195.13.151.109 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
Lína 1:
[[Mynd:Unst Bus Shelter.jpg|thumb|200px|Heimsins þægilegasta strætóskýli?]]
 
'''Únst''' er ein af nyrstu eyjum [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyja]] og tilheyrir [[Skotland|Skotlandi]]. Hún er nyrsta byggða ból [[Bretlandseyjar|Bretlandseyja]].
 
Únst er að mestu [[gras|grasi]] vaxin og sjávarhamrar margir. Helsta [[þorp|þorpið]] heitir [[Baltasound|Baltasund]], og var áður fyrr næststærsti síldarútgerðarstaður Hjaltlandseyja, á eftir [[Leirvík]]. Þar er [[flugvöllur]] eyjarinnar. Meðal annarra byggða má nefna [[Uyeasound|Eyjasund]], þar sem eru forn [[vöruskemma]] [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]] og [[kastali]], (byggður [[1598]]. [[Haroldswick|Haraldarvík]] er annað þorp, þar sem er [[bátasafn]] og [[byggðasafn]].
 
Fólk með fasta búsetu á Únst, og nágrannaeynni [[Fetlar]], var 806 talsins samkvæmt [[Manntal Bretlands 2001|manntali 2001]]; af þeim unnu margir við [[ratsjárstöð]] [[Konunglegi breski flugherinn|breska flughersins]] þar til henni var lokað [[2006]], þannig að yfir 100 manns misstu vinnuna. [http://news.bbc.co.uk/1/hi/scotland/4177716.stm].
 
Únst gerir tilkall til margra „nyrstu“ meta Bretlandseyja. Smáþorpið [[Skaw]] er til að mynda nyrsta byggð Bretlandseyja. [[Viti]]nn á [[Mikla-Flugey|Miklu-Flugey]] rétt undan norðurströnd Únst var tekinn í notkun [[1858]] og er nyrsti viti Bretlandseyja og er ekki fjarri [[Útstakkur|Útstakki]], nyrsta skeri Bretlandseyja.
 
Únst býr yfir fjölskrúðugu fuglalífi, ekki síst í [[Hermaness]]-[[friðland|friðlandinu]]. Þar þrífst einnig hjaltneskt [[músareyra]], afbrigði sem ekki þekkist annars staðar.
 
[http://www.pure.shetland.co.uk/ PURE] (Promoting Unst Renewable Energy) er verkefni sem er í gangi á Únst, og miðar að því að koma upp félagslega rekinni orkuveitu, byggðri á vetnisframleiðslu.
 
Frá [[Belmont, Hjaltlandseyjum|Belmont]] á Únst sigla ferjur til [[Gutcher]] á [[Yell]]-eyju og [[Oddsta|Oddsstaðar]] á [[Fetlar]].
 
Á eynni er [[strætisvagnabiðskýli|strætóskýli]] sem þykir dæmalaust snoturt og heitir Bobby's Bus Shelter. Það hefur verið innréttað af íbúunum og skartar [[sófi|legubekk]], [[sjónvarp|sjónvarpi]], [[tölva|tölvu]] og fleiri heimilislegum þægindum.
 
Ekki er vitað hvað nafn eyjarinnar þýðir, en talið er að það gæti verið komið úr tungumáli [[Piktar|Pikta]].
 
==Tenglar==
*[http://www.unst.org/ www.unst.org]
*[http://www.unstbusshelter.shetland.co.uk Hið rómaða strætóskýli eyjarinnar]
 
[[Flokkur:Skotland]]
[[Flokkur:Hjaltlandseyjar]]
 
[[cy:Unst]]
[[da:Unst]]
[[de:Unst]]
[[en:Unst]]
[[es:Unst]]
[[fi:Unst]]
[[fo:Unst]]
[[fr:Unst]]
[[he:אונסט]]
[[hu:Unst]]
[[nl:Unst]]
[[nn:Unst]]
[[no:Unst]]
[[pt:Unst]]
[[ru:Анст]]