„Nanortalik“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pt:Nanortalik
Tæmdi síðuna
Lína 1:
'''Nanortalik''' er tíunda stærsta þorp á [[Grænland]]i og liggur á 60°08′31″ N, 45°14′36″ V á eyju sem einnig er nefnd Nanortalik, um 100 kílómetrum norðan við [[Hvarf (Grænland)|Hvarf]], syðsta odda Grænlands.
 
Nanortalik er hluti af sveitarfélaginu [[Kujalleq]] á suðurhorni Grænlands. Íbúar bæjarins voru 1564 í [[janúar]] [[2005]] en ásamt öðrum byggðum í grend eru íbúar 2389. Flestir þeirra búa í [[Narsarmijit]], Alluitsup Paa, Tasiusaq, [[Aappilattoq]] og Ammassivik.
Nafnið ''Nanortalik'' þýðir "[[Ísbjörn|ísbjarnarstaður]]".
[[Mynd:Nanortalik1.jpg|thumb|220px|left|Vetrarmynd frá Nanortalik.]]
 
Aðalatvinnugreinar eru smábátaútgerð, sela- og svartfuglaveiði og ferðamannaumsjón.
Gullnáma var opnuð fyrir fáeinum árum um 30 km norðan við aðalþorpið. Um nokkra áratuga skeið var einnig rekinn grafítnáma í nágrenni þorpsins en hún er nú lokuð.
 
== Saga ==
Innan Nanortalik svæðisins var stór hluti [[Eystribyggð]]ar Grænlendinga hinna fornu. Hér var meðal annars bærinn [[Herjólfsnes]] og stór hluti [[Vatnahverfi]]s. Núverandi byggðakjarni fór að myndast um [[1770]]. Árið [[1797]] var hér settur upp verslunarstaður, útibú frá [[Julianehåb]].
 
== Gróðurfar og dýralíf ==
Þó Grænland sé nánast skógarlaust er í Qinngua-dalnum um 40 km norðan við Nanortalik-þorpið eina svæðið sem kalla mætti skóg. Hér vex [[rjúpuvíðir]] (Salix glauca) og [[birki]] (Betula pubescens) upp í margra metra hæð. Mikil gróðursæld er í dalnum og hafa fundist um 300 plöntutegundir.
 
Þrátt fyrri nafnið eru ísbirnir sjaldgæfir, þá rekur einstaka sinnum á ísjökum frá Austur-Grænlandi á tímabilinu frá janúar til júní. Mikið er um [[svartfugl]] til sjávar og [[rjúpa|rjúpur]] inn til lands auk [[Haförn|arna]], [[fálki|fálka]] og [[snæugla|snæuglu]]. Selir eru algengir með ströndum og langt inn með fjörðum.
 
== Vinarbær ==
* {{ISL}} [[Ísafjörður (Skutulsfirði)|Ísafjörður]]
 
== Tenglar ==
* [http://www.nanortalik.gl/ Opinber vefur Nanortalik]
* [http://www.nanortaliktourism.gl/uk/index.htm Ferðaskrifstofa Nanortalik]
*[http://www.greenland.com/Travel_Info/Hiking_Guides/Nanortalik.php Leiðalýsingar og aðrar upplýsingar fyrir göngufólk á Nanortaliksvæðinu]
 
{{Grænland}}
 
[[Flokkur:Byggðir á Grænlandi]]
 
[[ast:Nanortalik]]
[[da:Nanortalik]]
[[de:Nanortalik]]
[[en:Nanortalik]]
[[es:Nanortalik]]
[[fr:Nanortalik]]
[[it:Nanortalik]]
[[kl:Nanortalik]]
[[ko:나노르탈리크]]
[[la:Nanortalik]]
[[nl:Nanortalik]]
[[no:Nanortalik]]
[[pl:Nanortalik]]
[[pt:Nanortalik]]
[[ru:Нанорталик]]
[[sv:Nanortalik]]
[[zh:纳诺塔利克]]