„Dordrecht“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: nl:Dordrecht (Nederland)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
| colspan=2 align=center | [[Mynd:LocatieDordrecht.png|300px| Staðsetning Eindhoven í Hollandi]]
|}
'''Dordrecht''' er borg í [[Holland]]i. Hún er með 118 þúsþúsund íbúa og er staðsett í héraðinu [[Suður-Holland]]. Dordrecht státar sig af því að vera elsta borgin í Hollandi.
 
== Lega og lýsing ==
Lína 36:
=== Upphaf ===
[[Mynd:Blaeu 1652 - Dordrecht.jpg|thumb|Dordrecht 1652. Árnar Maas (Maes) og Merwede (Merwe) eru merktar inn á myndina.]]
Dordrecht kom fyrst við skjöl [[1120]] í árbókinni Egmondse Annalen. Árið [[1220]] hafði bærinn stækkað svo að Vilhjálmur I greifi af Holland veitti honum borgarréttindi. Þar með er Dordrecht annar hollenski bærinn til að hljóta þau réttindi, á eftir Geertruidenberg, sem í dag er ekki borg lengur. Því er Dordrecht elsta núverandi borg Hollands. Borgin var mikilvæg verslunarborg, enda með mikilvæga höfn. Verslað var með [[vín]], timbur og [[korn]]. [[1253]] var latínuskóli stofnaður í borginni. Hann er enn til í dag (Johan de Witt gymnasium) og er elsti framhaldsskóli Hollands í dag. Árið [[1421]] varð Dordrecht illa úti í öðru Elísabetarflóðinu, sem var stormflóð mikið við strendur [[Norðursjór|Norðursjávar]]. Varnargarðar brustu og fóru 72 þorp á kaf í vatn. Allt að 10 þús manns biðu bana. Flóðið reif mikil landsvæði við Dordrecht sundur, þannig að borgin stóð eftir á eyju. Við flóðið breyttist bakland borgarinnar talsvert. Til dæmis myndaðist fenjasvæðið de Biesbosch, sem í dag er [[þjóðgarður]].
 
=== 80 ára stríðið ===
[[Mynd:Synodedordrecht.jpg|thumb|Kirkjuþingið í Dordrecht 1618-19]]
15./16. júlí [[1572]] hittust fulltrúar flestra borga á Niðurlöndum í Dordrecht til að skipuleggja uppreisnina gegn spænsku yfirstjórninni. Fulltrúarnir hittust í gamla klaustrinu Het Hof. Þar kusu þeir Vilhjálm af Óraníu sem foringja uppreisnarinnar og lýstu yfir sjálfstæði frá [[Spánn|Spáni]]. Þetta breytti uppreisn Hollendinga gegn Spánverjum í sjálfstæðisstríð. Samtímis var gefin út yfirlýsing um stjórnarhætti sem túlka má sem fyrsta mannréttindaskjal Hollands. [[1618]]-[[1619|19]] fór annar mikilvægur fundur fram í Dordrecht. Hann kallast Synode van Dordrecht (kirkjuþingið í Dordrecht) og snerist hann um trúmál. Þar hittust fulltrúar [[Kalvínismi|Kalvínistakalvínista]] og reformeruðu kirkjunnar. Trúarleiðtogum frá [[England]]i, [[Skotland]]i, [[Þýskaland]]i og [[Sviss]] var boðið á ráðstefnuna. Engum kaþólikka var hins vegar boðið. Rætt var um ýmsar kenningar mótmælenda, en einnig um fyrstu hollensku Biblíuþýðinguna. Önnur trúarráðstefna fór fram í Dordrecht á þessum árum er hollenskir mennonítar funduðu [[1632]] og bjuggu til nýja trúarjátningu. Mennónítar dreifðust á þessum árum víða um Evrópu og [[Ameríka|Ameríku]].
 
=== Nýrri tímar ===
Á árunum [[1780]]-[[1787|87]] var Dordrecht miðstöð lýðveldissinna sem stóðu að því að uppræta landstjóraembættið í landinu, þar sem landið var jú lýðveldi. Þetta endaði með því að landstjórinn Vilhjálmur V af Óraníu –Nassau ættinni flúði land. En tengdabróðir hans, [[Friðrik Vilhjálmur II (Prússland)|Friðrik Vilhjálmur II]] Prússakonungur, réðist inn í landið og sat um Dordrecht. Þann [[18. september]] [[1787]] féll borgin og voru leiðtogar lýðveldisinna handteknir. Í framhaldi minnkaði borgin að vægi fyrir Rotterdam, sem sífellt stækkaði hafnaraðstöðu sína. Þrátt fyrir það var mikilvæg herstöð í Dordrecht allt fram á tíma [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjaldarinnar síðari]]. Mikil skipasmíði var í höfninni í Dordrecht. Árið [[1865]] var stærsta orrustuskip sögunnar úr timbri smíðað í borginni. Það var japanska herskipið Kaiyo Maru. Það gekk bæði fyrir gufu og seglum. Skipið var þó bara tvö ár í siglingum áður en það sökk í stormi við [[Japan]]. Þann [[10. maí]] [[1940]] var Dordrecht hertekin af [[Nasismi|nasistum]]. Borgin var milli elda milli bandamanna og Þjóðverja veturinn [[1944]]-[[45]], en var loks frelsuð af kanadískri hersveit.
 
== Viðburðir ==
'''Dordt in Stoom''' (Gufa í Dordrecht) er þriggja daga hátíð í [[maí]] í miðborg Dordrecht. Á hátíðinni snýst allt um gufuvélar, en þangað koma gufuskip og gufujárnbrautarlestir. Einnig má finnar gamlar gufuhringekjur, gufubifreiðar og ýmislegt annað. Hátíðin er haldin annað hvert ár, á sléttri ártölu, og er stærsta hátíð Evrópu sem snýst um gufu.
 
'''Wantijfestival''' er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan [[1995]]. Hún er haldin í Wantij-garðinum (þaðan er heitið komið) og er popptónlistin viðamest. Einnig má sjá þar útileikhús, dans og ýmsa loftfimleika.
 
'''Alþjóðleg brúðuhátíð''' hefur verið haldin síðan [[2006]]. Það troða upp brúðuleikarar frá ýmsum löndum á mörgum sviðum í borginni.
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
Lína 58:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Dordrecht, Grote Kerk vanaf Zwijndrecht foto4 2010-06-13 12.11.JPG|thumb|Grote Kerk er með ófullgerða turna]]
* Grote Kerk (Stóra kirkja) er aðalkirkjan í miðborginni. Elsti hluti hennar er kórinn (Maríukór), sem reistur var [[1285]]. Kirkjan sjálf var í smíðum tveimur öldum seinna. Hún brann [[1457]] og skemmdist talsvert við það. [[1470]] hlaut hún núverandi mynd. Turnarnir voru ókláraðir og stóðu eftir sem stubbar. Við [[siðaskiptin]] [[1572]] voru kaþólikkar reknir úr kirkjunni, sem við það varð eign siðaskiptamanna. Klukkurnar á turninum eru síðari tíma viðbætur, en enn sem komið er eru turnarnir ófullgerðir. Þeir eru 65 metrar á hæð. Í þeim er klukknaspil með 67 klukkum. Ein þeirra vegur 9,8 tonn og er þyngsta kirkjuklukka Hollands.
* Groothoofdspoort er gamalt borgarhlið og það eina sem enn stendur í borginni. Það var reist á 14. eða 15. öld og var þá í gotneskum stíl. Eftir andlitslyftingu [[1618]]-[[1640]] fékk það núverandi útlit í endurreisnarstíl.
* Het Hof er gamalt klaustur [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglunnar]] í Dordrecht. Klaustrið var stofnað [[1275]] og var byggingasamstæðan reist í kjölfarið, en það var gjöf frá Floris V greifa af Hollandi. Eftir bruna [[1512]] voru byggingarnar endurgerðar í endurreisnarstíl. Eftir siðaskiptin var klaustrið notað í ýmsum tilgangi. Þar fór fram fundur fulltrúa hollensku Niðurlanda [[1572]], þar sem þeir lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni. Samtímis var Vilhjálmur af Óraníu kosinn landstjóri ríkisins. [[Skjaldarmerki]] hinna frjálsu héraða eru enn geymd í glerskápum í salnum mikla í klaustrinu. Í friðarsamningum milli Hollands og Spánar [[1648]] hittust fulltrúar beggja aðila í klaustrinu. [[1835]] eignaðist borgin bygginguna og notaði hana sem skóla. Húsin eru notuð fyrir sérstaka viðburði í dag.
 
<gallery>