„Byggðasaga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
[[Héraðssaga]] er náskylt hugtak, en hefur víðari merkingu og fjallar almennt um sögu ákveðins svæðis. Saga [[Kaupfélag Skagfirðinga|Kaupfélags Skagfirðinga]] getur verið hluti af héraðssögu, en er tæplega byggðasaga. Oft geta skilin þarna á milli verið óljós og rit verið blönduð að efni, þar sem til dæmis er blandað saman byggðasögu og [[æviskrá|persónusögu]].
 
Flestar sýslur hér á landi hafa látið semja einhvers konar byggðasögurit, en misjafnt er hvaða tökum menn hafa tekið efnið. Eitt metnaðarfyllsta ritið er ''Byggðasaga Skagafjarðar'', sem enn er í vinnslu. Þar er saga hverrar jarðar rakin eins langt aftur og heimildir greina. Í sumum öðrum ritum er tekin önnur stefna, þar sem fyrst og fremst er fjallað um nútímann; ein síða er um hverja jörð, með myndum af húsum og ábúendum. Stundum eru slík rit gefin út á um það bil 20 ára fresti, þannig að hægt er að fylgjast með breytingum sem verða (sjá til dæmis [[Suður-Þingeyjarsýsla|Suður-Þingeyjarsýslu]]). Oftast eru yfirlitskaflar í slíkum ritum, tilsvo dæmissem um sögu búnaðarsamtaka.
 
Fjöldi rita hefur komið út um íslenska byggðasögu, bæði um einstök svæði og um einstaka þætti byggðasögunnar, svo sem um [[eyðibýli]], [[sel|seljabúskap]] og fleira.