„Gebhard Leberecht von Blücher“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vargenau (spjall | framlög)
m Skipti út Waterloo_Butte_du_Lion_JPG1.jpg fyrir Braine-L'Alleud_-_Butte_du_Lion_dite_de_Waterloo.jpg.
Lína 22:
 
=== Orrustan við Waterloo ===
[[Mynd:Waterloo Butte du Lion JPG1Braine-L'Alleud_-_Butte_du_Lion_dite_de_Waterloo.jpg|thumb|Minnisvarði um orrustuna frægu í bænum Waterloo í Belgíu]]
Aðeins ári síðar var Napoleon aftur kominn á kreik. Þá sendi Friðrik Vilhjálmur Blücher með 150 þús manna herlið vestur til að berjast við Frakka. Blücher hitti á Napoleon í Ligny (fyrir norðan [[Charleroi]]) í [[Belgía|Belgíu]] [[16. júní]] 1815. Aðstæðurnar voru erfiðar fyrir Blücher. Engir Rússar voru með í för, en fáliðaðar herdeildir frá Rínarsambandinu. [[England|Englendingar]] voru í grenndinni, en Napoleon náði að komast milli Englendinga og Prússa. Takmark hans var að sigra báða heri sitt í hvoru lagi. Hann setti Michel Ney hershöfðingja í að halda Englendingum í skefjum og réðist sjálfur á Blücher í Ligny. Í orrustunni höfðu aðilarnir til skiptis betur, en að lokum setti Napoleon gamla riddaraliðið á vettvang og fóru þá Prússar að hrökklast undan. Blücher tók sjálfur þátt í orrustunni. Mitt í orrahríðinni varð hestur hans fyrir skoti og drapst samstundis. Blücher varð hins vegar undir honum og gat ekki losað sig, enda orðin 72 ára gamall. Það var honum til happs að frönsku riddararnir sáu hann ekki undir hestinum þegar þeir geystust framhjá. Þannig slapp Blücher við handtöku eða dauða. Frakkar sigruðu í orrustunni fyrir rest, en aðeins tæknilega. Þeir náðu ekki að fella Prússa eða tvístra þeim, heldur aðeins að hrekja þá til baka. Napoleon hafði ekki tíma til að sinna Prússum frekar. Hann sneri sér að Englendingum og mætti þeim tveimur dögum seinna við bæinn Waterloo, en sú orrusta varð ein frægasta orrusta sögunnar. Napoleon réðist með offorsi á Englendinga og bandamenn þeirra. Þeir voru hraktir til baka nokkrum sinnum, sökum þess hve vel Englendingar höfðu komið sér fyrir. En að lokum virtust Frakkar hafa betur. Aðalhershöfðingi Englendinga var Wellington lávarður (Arthur Wellesley). Þegar Englendingar voru við það að hörfa, átti Wellington að hafa sagt: „Ég vildi að nóttin væri komin eða að Blücher væri kominn.“ Og honum varð að ósk sinni. Blücher hafði safnað liði eftir orrustuna við Ligny og kom nú Englendingum til hjálpar. Þá var klukkan orðin 1 eftir hádegi. Hann réðist á austurvæng Frakka og kom Napoleon í opna skjöldu. Við þessar aðstæður kom ótti í liði Frakka. Í stað þess að hörfa gerðu Englendingar gagnárás og brátt kom flótti í lið Frakka. Kl. 9 að kvöldi náðu Blücher og Wellington saman með herjum sínum og voru þá búnir að sigra þær frönsku herdeildir sem urðu á milli þeirra. Þeir eftirlétu Gneisenau herforingja að elta Frakka og stóðu þær mannaveiðar alla nóttina. Helmingur alla franskra hermanna féllu. Sigur bandamanna var í höfn. Strax eftir sigurinn kom það í hlut Blüchers að þramma inn í Frakkland og hertaka París, þar sem Englendingar voru of þreyttir og sárir eftir bardagann.