„Héraðssaga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Elsta héraðssögufélag landsins sem enn starfar, er [[Sögufélag Skagfirðinga]], stofnað 1937, og er það enn með öfluga starfsemi. Nú eru starfandi slík sögufélög í mörgum landshlutum, en annars staðar hefur slíkri fræðastarfsemi verið haldið uppi af öðrum aðilum, svo sem [[átthagafélag|átthagafélögum]], [[ungmennafélag|ungmennafélögum]], [[sýslunefnd]]um (síðar [[héraðsnefnd]]um), [[sveitarfélag|sveitarfélögum]] eða menningarmiðstöðvum. Einnig eru dæmi um að einstaklingar standi fyrir slíku, t.d. gáfu þeir [[Þórður Tómasson]] í [[Skógar|Skógum]] og [[Jón R. Hjálmarsson]] út tímaritið ''Goðastein'' (eldri) með efni úr [[Rangárþing]]i.
 
Í flestum héruðum og bæjum hér á landi eru [[byggðasafn|byggðasöfn]] og [[Héraðsskjalasöfn_á_Íslandi|héraðsskjalasöfn]] sem einbeita sér að sögu viðkomandi héraðs og minjum og skjölum sem tengjast þvíhenni.
 
Á síðari árum hefur víða verið komið upp menningartengdri eða sögutengdri ferðaþjónustu, til að miðla slíku efni til ferðamanna og gera svæðið áhugaverðara í augum þeirra.