Munur á milli breytinga „Félagsvísindi“

m
m
 
==Saga félagsvísinda==
Félagsvísindi spruttu upp úr [[heimspeki upplýsingarinnar]] (einkum [[siðfræði]] manna á borð við [[Jean-Jacques Rousseau]] og [[Charles Fourier]]) eins og hún þróaðist á [[19. öldin|19. öld]] undir áhrifum frá [[Franska byltingin|Frönsku byltingunni]] og [[iðnbyltingin|iðnbyltingunni]] sem hvort tveggja hafði mikil áhrif á samfélags- og stjórnmálaþróun tímabilsins. Annar fyrirrennari félagsvísinda voru rannsóknir á [[lýðfræði]] og [[landfræði]] ríkja Evrópu og Norður-Ameríku í þágu [[stjórnsýsla|stjórnsýslunnar]] á 18. og 19. öld. Fyrstu félagsvísindamennirnir hugðust beita [[vísindaleg aðferð|vísindalegum aðferðum]] til að greina og leysa samfélagsvandamál í þágu [[framfarahyggja|framfara]]. Franski heimspekingurinn Auguste Comte var þannig bæði höfundur hugtaksins ''sociologie'' og [[pósitívismi|pósitívismans]]. Það var þó einkum Durkheim sem gerði félagsfræði að formlegri vísindagrein, aðgreindri frá heimspeki, og skilgreindi hvað fælist í [[aðferðir félagsvísinda|félagsfræðilegri aðferð]].
 
Fljótlega greindust félagsvísindi í tvær meginstefnur: annars vegar rannsóknir á stórum heildum með aðferðum [[tölfræði]] í anda pósitívisma Comtes og Durkheims ([[megindlegar rannsóknir]]), og hins vegar rannsóknir á félagslegum [[fyrirbærafræði|fyrirbærum]] með [[túlkun]] og [[gagnrýni]] í anda Webers ([[eigindlegar rannsóknir]]).
{{stubbur}}
 
45.719

breytingar