„Harry Potter og viskusteinninn (kvikmynd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
Harry kemst frá frænda sínum og frænku og byrjar í Hogwartsskóla og lærir galdra og eignast nýja vini en líka óvini á meðal nemenda og starfsmanna. Voldemort hafði næstum dáið og hefur verið í felum í tíu ár en planar að koma aftur sem hinn Myrki Herra og ráða ríkjum eins og hann gerði eitt sinn, í gegnum viskusteininn, sem hlýðir aðeins eiganda sínum. Harry og vinir hans, Hermione Granger og Ron Weasley komast að ráðabruggi Vodlemorts og reyna að stela steininum sem er geymdur í vel vörðum neðanjarðarklefa í Hogwarts.
 
== Persónur og leikendurleikarar ==
Rowling krafðist þess persónulega að leikararnir væru allir Breskir. Susie Figgis var ráðin til að finna leikara í hlutverkin. Opnar áheyrnarprufur voru haldnar fyrir þrjú aðalhlutverkin og máttu aðeins bresk börn taka þátt. Áheyrnarprufurnar voru í þremur liðum, og átti sá sem var í prufunni að lesa blaðsíðu úr Harry Potter og viskusteininum og ef hann væri kallaður aftur, átti hann að spinna upp atriðið þar sem nemendurnir koma í Hogwarts og var þeim gefnar nokkrar blaðsíður úr handritinu og áttu að lesa þær fyrir framan leikstjórann. 11. júlí árið 2000 hætti Figgis starfi sínu og kvartaði yfir því að Columbus hafi ekki fundist þúsundir barna sem komu í áheyrnarprufur þess verðug að leika í myndinni. Þann 8. ágúst árið 2000 völdu framleiðendurnir hinn óþekkta [[Daniel Radcliffe]] og nýliðana [[Emma Watson|Emmu Watson]] og [[Rupert Grint]], úr þúsundum barna til þess að leika hlutverk Harrys, Hermione og Rons.