Munur á milli breytinga „Þjóðernishyggja“

ekkert breytingarágrip
(Tek aftur breytingu 1104243 frá 89.160.142.119 (spjall))
'''Þjóðernishyggja''' (eða '''þjóðernisstefna''') er sú skoðun að [[þjóð]]ir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir [[ríki|ríkjum]] og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki. Ekki má rugla þjóðernishyggju saman við [[ættjarðarást]] þó vissulega geti þetta allt skarast.
 
Þjóðernishyggja er trú á að ein sameinuð þjóð í hverju ríki sé besta fyrirkomulagið. Þar sem að andstæðan væri þá ríki með mörgum þjóðum þar sem ríkir óeining samkvæmt þeirri skoðun. Þjóðernissinnar vilja oftar en ekki aðlaga útlendinga að samfélagi sínu og gera þá að sama þjóðerni og þeir. Á meðan vilja andstæðingar þeirra sem eru oft kallaðir [[fjölmenning]]arsinnar að útlendingar haldi sínu þjóðerni og í ríkinuþrífist búimargskonar margarmenningarstefnur þjóðirhlið við hlið. Ekki má blanda saman orðunum þjóðernishyggja og [[kynþáttahyggja]] þótt sögulega hafi þessar stefnur stundum fylgst að. Kynþáttahyggja gengur venjulegast út á það að einn kynþáttur búi í viðkomandi landi. Þjóðernishyggja gerir ekki endilega mun á kynþætti samanber þjóðernishyggja flestra Bandaríkjamanna sem eru skilgreindir af mismunandi kynþætti.
 
Oft fylgir þjóðernishyggju sú skoðun að blöndun þjóða sé af hinu illa og sér í lagi að sumar þjóðir séu öðrum þjóðum með einhverjum hætti „æðri“. Þessi skoðun eða stefna hefur verið grundvöllur [[ofsóknir|ofsókna]] þjóða gegn öðrum um aldir og er mjög áberandi víða í heiminum enn í dag. Margar [[styrjöld|styrjaldir]] hafa verið háðar vegna þessarar stefnu og eru einhverjar í fullum gangi á okkar tímum. Skemmst er að minnast borgarastyrjaldarinnar í fyrrum [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og eilífra deilna [[Ísrael]]s og [[Palestína|Palestínu]].
7

breytingar