„Émile Durkheim“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
Lína 16:
Í rannsóknum sínum á tíðni sjálfsmorða dró Émile þá skynsömu ályktun að hún væri ekki bundin við [[sálfræði]] einstaklinga heldur ákveðin félagsfræðileg skilyrði. Þetta höfðu aðrir sýnt fram á og mátt sjá á þeirri staðreynd tíðni sjálfsmorða hélst ekki í hendur við hlutfall [[geðsýki|geðsjúkra]] og tók ekki miklum sveiflum vegna staðbundinna aðstæðna. Með framúrstefnulegri beitingu [[tölfræði]] gat Émile sýnt fram á að helsti áhættuhópurinn væri sá sem væri hvað minnst félagsleg virkni einhleypir, (hvítir) [[mótmælendatrú]]ar karlmenn. Minni sjálfsmorðstíðni væri hjá giftum mönnum og minni hjá [[kaþólska|kaþólikkum]] og enn minni hjá gyðingum. Þ.a.l. taldi hann að fólk fremdi sjálfsmorð ef það einangraðist frá samfélaginu og nefndi hann slíkt ferli [[siðrof]].
 
Émile leit svo á að það væri hlutverk hans að reyna að ráða bót á meinum samfélagsins. Hann hafði sér í lagi áhuga á hvers kyns reglum sem samfélagið setti um leyfilega hegðun þegna þess. Til þess rannsakaði hann þróun [[hegningarlög|hegningarlaga]] annars vegar í hinum nýju borgarsamfélögum - sem skapast höfðu með þéttbýlismynduninni sem fygldi [[iðnvæðingin|iðnvæðinguninni]] - og hins vegar í smærri og frumstæðari samfélögum sveitanna. Hann komst m.a. að þeirri niðurstöðu að borgarsamfélögum mætti lýsa sem ''lífrænum'' andstætt ''vélrænum'' samfélögum strjálbýlis. Með því átti hann við að í frumstæðari samfélögum var samfélagið samleitnarisamleitnara. Við alvarlegri brotum voruvar gjarnan grimmilegum, líkamlegum refsingum beitt. Hver einstaklingur var álitinn fastur hluti af samfélaginu og ekki álitið æskilegt að vikið yrði frá venjum innan þess. Þéttbýlissamfélögum [[nútíminn|nútímans]] taldi hann einkennast af verkaskiptingu eða sérhæfingu, þar með væri ekki jafn traust bönd sem tengdu einstaklinga. Í slíku samfélagi er fólk umburðarlyndara hvort gagnvart öðru.
 
== Bækur ==