„Harstad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
Þrátt fyrir að vera staðsett norðan við heimskautsbaug, er loftslag í Harstad milt heimskautaloftslag, þar sem sumur eru svöl en vetur mildir. Í Harstad verða veturnir ekki jafn harðir og á öðrum svæðum norðan heimskautsbaugs. Vetur eru þvert á móti mildari heldur en í öðrum helstu borgum sem eru staðsettar 25-30 gráðum sunnar á norðuhveli jarðar, eins og Beijing, Chicago og Toronto. Sumur í Harstad eru köld og hitastig fer sjaldnast yfir 22 °C. Meðalhiti ársins er 3,9 °C (1961-90) og meðalúrkoma ársins er 850 mm. Hæðarkerfi valda því að hitastig að vetri getur farið niður í -15 °C og sumarhiti getur orðið 27 °C.
 
[[Mynd:Toppen,_Grytøya.JPG|thumb|left|Fjallið Toppen fjallí bæjarfélaginu Harstad]]
Miðnætursólin baðar borgina í ljósi yfir sumarmánuðina frá 22. maí – 18. júlí. Ljósaskipti eiga sér stað á nokkurra klukkustunda tímabili þegar sólin fer rétt undir sjóndeildarhringinn, þannig að ekkert myrkur er frá því snemma í maí og fram í byrjun ágúst. Heimskautanóttin, þegar sólin er alltaf undir sjóndeildarhringnum stendur frá 30. nóvember til 12. janúar. Um þetta leyti eru nokkrar klukkustundir af dagsbirtu í kringum hádegið og verður himinn þá oft litríkur í suðri. Í lok janúar lengir daginn sífellt og verður tólf tímar í mars og átján tímar í apríl. Harstad er staðsett í miðju norðurljósabeltinu og sjást norðurljósin oft á heiðskírum nóttum en þó ekki að sumri vegna birtunnar.