Munur á milli breytinga „Alexander Pope“

m
ekkert breytingarágrip
m (stubbur um Pope)
 
m
[[Mynd:Alexander_Pope_by_Michael_Dahl.jpg|thumb|right|Málverk af Pope frá því um 1727 eftir [[Mikael Dahl]].]]
'''Alexander Pope''' ([[21. maí]] [[1688]] — [[30. maí]] [[1744]]) var [[England|enskt]] [[skáld]] sem er einkum þekktur fyrir [[ádeilukvæði]] og [[Hómer]]sþýðingar sínar. Hann var þekktasta skáld sinnar tíðar og er enn með frægustu skáldum á enska tungu. Meðal kunnustu verka hans eru ''An Essay on Criticism'' frá 1711 sem hóf [[ensk tvíhenda|ensku tvíhenduna]] til vinsælda, háðsádeilan ''The Dunciad'' og heimspekilega kvæðið ''An Essay on Man'' sem [[Jón Þorláksson á Bægisá|Jón Þorláksson]] sneri á íslensku sem ''Tilraun um manninn''.
 
Pope var úr [[kaþólsk trú|kaþólskri]] fjölskyldu og gekk í kaþólskan skóla þótt slíkir skólar væru þá formlega bannaðir. Meðal almennings í Englandi var þá ríkjandi mikil andúð á kaþólskum og fjölskylda hans þurfti að flytja til [[Berkshire]] þegar hann var tólf ára vegna laga sem bönnuðu kaþólikkum að búa innan 10 mílna geisla frá [[London]] eða [[Westminster]]. Um sama leyti fékk hann [[berklar|berkla]] sem ollu afmyndun beina. Vegna sjúkdómsins náði hann aðeins 1,37 metra hæð. Berklarnir ollu líka öndunarerfiðleikum og verkjum sem Pope þjáðist af alla ævi.
45.763

breytingar