„Voldemort“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
==Fyrstu árin==
 
Galdramaðurinn sem kallaður er '''Lord Voldemort, Hann-sem-má-ekki-nefna, Þú-veist-hver, Myrkri herrann og Tom Marvolo Riddle''' fæddist árið [[1927]] í Litlu Hangleton. Móðir hans, sem var norn og samkvæmt Voldemort, afkomandi [[Salazar Slytherin|Salazars Slytherin]]s, varð ástfangin af Tom Riddle, sem var [[muggi]]. Tom Riddle bjó á herragarði sem stóð á hæð með útsýni yfir þorpið Litlu Hangleton. Herragarðurinn var einn af stærstu og bestu byggingum á stóru svæði. Móðir Voldemorts fékk Tom Riddle til að verða hrifin af sér við hjálp af göldrum. Dag einn ákvað hún að það væri tímabært að hann myndi elska hana fyrir Þann sem hún var og hætti að brugga honum ástardrykkinn. Tom Riddle yfirgaf hana samstundis, jafnvel þótt hún væri ólétt. Móðir hans dó stuttu eftir að hann fæddist, þannig að hún rétt náði að gefa honum nafn, Tom Riddle, eftir föður sínum, og Marvolo, eftir afa sínum. Voldemort var alinn upp á munaðarleysingjaheimili ásamt öðrum muggum. Albus Dumbeldore kom til hans á munaðarleysingjahælið þegar Voldemort var í kringum 11 ára og sagði honum að hann væri galdramaður og bauð honum inngöngu í Hogwart. Dumbeldore leist ekki á blikuna þegar Voldemort lét hann vita af öllu sem hann hafði gert við hina strákana á hælinu með göldrum. Voldemort trúði því ekki að mamma hans hefði verið norn, þá hefði hún getað haldið sér á lífi.
 
==Í Hogwart 1938–1945==