„Iqaluit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
FishInWater (spjall | framlög)
m commons
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (robot Breyti: eo:Ikaluito; kosmetiske ændringer
Lína 2:
'''Iqaluit''' (áður '''Frobisher Bay''') er [[höfuðstaður]] og stærsti þéttbýlisstaður [[sjálfstjórnarhérað]]sins [[Nunavut]] í [[Kanada]]. Bærinn er á suðurströnd [[Baffinsland]]s, við Frobisher-flóa. Íbúatala samkvæmt manntali [[2006]] var 6.184 og hafði íbúum fjölgað um 18,1% frá 2001.
 
Bærinn varð til sem bandarísk herstöð árið [[1942]] og var þar gerður [[flugvöllur]] til að [[orrustuflugvél|orrustuflugvélar]]ar á leið til vígvallanna í Evrópu gætu komið þar við og tekið eldsneyti. Þar hafði þó áður lengi verið viðkomustaður og veiðistöð [[inuítar|inuíta]], sem kölluðu staðinn Iqaluit, „stað hinna mörgu fiska“, en bandaríska herstöðin var kölluð Frobisher Bay og hélt staðurinn því nafni fram til [[1987]]. Inúítar fóru fljótlega að setjast að í kringum herstöðina og í lok sjötta áratugarins komu kanadísk yfirvöld þar á fót ýmiss konar þjónustu, svo sem læknisþjónustu, skóla og félagsþjónustu. Bandaríkjaher yfirgaf staðinn árið [[1963]] en þá voru þar nokkur hundruð fastir íbúar og bærinn hélt áfram að stækka þótt herinn færi.
 
Í desember [[1995]] var ákveðið með kosningum að Iqaluit yrði höfuðstaður sjálfstjórnarhéraðsins Nunavut, sem var svo komið á laggirnar [[1999]]. Árið 2001 fékk Iqaluit stöðu borgar og er langminnsta borgin í Kanada. Um 60% íbúanna eru inuítar.
 
Iqaluit er á svipaðri breiddargráðu og [[Reykjavík]] en loftslag er þar mun kaldara. Meðalhiti ársins er -9,8 °C; meðalhiti í júlí er 7,7 °C en í febrúar -28 °C.
 
== Heimildir ==
Lína 27:
[[de:Iqaluit]]
[[en:Iqaluit]]
[[eo:Ikaluito (Nunavuto)]]
[[es:Iqaluit]]
[[et:Iqaluit]]