„Quarashi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Quarashi''' var [[Ísland|íslensk]] [[rapp]]/[[hip hop]] [[hljómsveit]] frá [[Reykjavík]]. Hún er þekkt í Bandaríkjunum, Íslandi og Japan. Hljómsveitin hefur auk þessara landa farið í tónlistarferðalagtónleikaferðalag til Ástralíu og Kanada.<ref name="NewYorkTókýó">{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=687102|title=New York - Tókýó - Reykjavík|accessdate=30. september|accessyear=2010}}</ref> Meðlimir sveitarinnar samanstanda af þremur röppurum, þeim [[Höskuldur Ólafsson|Höskuldi Ólafssyni]], talsmanns sveitarinnar, Omar Swarez (Ómar Örn Hauksson) og Steina (Steinar Orri Fjeldsted) ásamt Sölva Blöndal sem útsetningarstjóri, hljómborðsleikari, slagverksleikari og trommari.
 
Í beinum útsendingum slógust í hópinn gítarleikari (Smári „Tarfur“ Jósepsson, kom seinna í staðinn fyrir Viðar Hákon Gíslason), Gaukur Úlfarsson bassaleikari, og síðast en ekki síst plötusnúðurinn (DJ Dice, sem var síðar skipt út fyrir DJ Magic).
 
Quarashi hefur gefið út fimm breiðskífur og heita þær [[Quarashi (breiðskífa)|Quarashi]] (sem kom út 1997), [[Xeneizes]] (kom út árið [[1999]]), [[Jinx]] (kom út árið [[2002]]), [[Kristnihald undir jökli (breiðskífa)|Kristnihald undir jökli]] (kom út árið 2001) og [[Guerilla disco]] (kom út árið [[2004]]). Árið 2009 var Platan ''Demos & B-Sides'' gefin út á síðunni quarashimusic.blogspot.com sem inniheldur ''Mess It Up'', ''Orð Morð'' og fleiri lög sem ekki hafa komið út á breiðskífum sveitarinnar. Demos & B-Sides inniheldur einnig tónleika upptökur af nokkrum lögum.