„Hugverk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 12:
Notkun hugtaksins „''propriété intellectuelle''“ eða „hugareign“ nær að minnsta kosti aftur til 1888 þegar [[Svissneska hugverkaskrifstofan]] (''Bureau fédéral de la propriété intellectuelle'') var stofnuð í [[Bern]], [[Sviss]]. 1893 var ákveðið að sameina stofnanir [[Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar|Parísarsamþykktar um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar]] frá 1883 og [[Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum|Bernarsáttmála til verndar bókmenntum og listaverkum]] frá 1886 og stofna eina [[Sameinuð alþjóðaskrifstofa um vernd hugverka|Sameinaða alþjóðaskrifstofu um vernd hugverka]] (''Bureaux Internationaux Réunis pour la Protection de la Propriété Intellectuelle'' eða ''BIRPI''). [[Alþjóðahugverkastofnunin]] tók við hlutverki þessarar skrifstofu árið 1967. Íslenska orðið „hugverk“ á meira skylt við bandaríska 19. aldar hugtakið „''labor of the mind''“ og er hugsanlega uppfinning [[Ólafur Lárusson|Ólafs Lárussonar]] lagaprófessors frá því um 1940. {{heimild vantar}}
 
Árið 1994 var gerður [[Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum]] sem viðauki við [[GATT]]-samninginn. Hann kveður á um ákveðin lágmarksskilyrði sem ríki þurfa að uppfylla í löggjöf sinni til verndar hugverkum. Samningurinn var fyrsta raunverulega alþjóðlega samkomulagið um gagnkvæma vernd allra sviða hugverkaréttar, en áður höfðu ýmsir alþjóðlegir sáttmálar á borð við Parísarsáttmálann um einkaleyfi og Bernarsáttmálinn um höfundarétt náð mikilli útbreiðslu.
 
== Gagnrýni ==