„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 78.40.254.49 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 194.144.25.115
Snæfarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Á áttunda áratugnum gaf Megas út sex hljómplötur. Textar hans voru ögrandi og mörgum var ekki hlýtt til „guðlastarans“ og „dópistans“ Megasar. Eftir fræga tónleika í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|MH]] haustið [[1978]], ''Drög að sjálfsmorði'', sem einnig voru gefnir út á tvöfaldri plötu, tóku við nokkur ár þar sem Megas lét lítið fara fyrir sér opinberlega. Hann fór í áfengismeðferð skömmu eftir Sjálfsmorðstónleikana, en eftir þá gengu þær sögur að hann hefði fyrirfarið sér. Að meðferðinni lokinni útvegaði hann sér verkamannavinnu og stundaði myndlistarnám í [[Myndlista- og handíðaskóli Íslands|Myndlista- og handíðaskólanum]]. Í nokkur ár lét hann sér nægja að fylgjast með [[rokktónlist|rokkinu]] af hliðarlínunni, en um þetta leyti var pönkið loksins að koma til landsins. Árið [[1983]] steig hann aftur á svið, í þetta sinn með [[Íkarus (hljómsveit)|Íkarusi]], hljómsveit [[Tolli Morthens|Tolla Morthens]], og söng með þeim nokkur lög. Auk þess söng hann lög í félagi við [[Bubbi Morthens|Bubba Morthens]] inn á plötu hans, [[Fingraför (hljómplata)|Fingraför]]. Megas gaf svo sjálfur ekki út plötu fyrr en árið [[1986]], en þá höfðu sjö ár liðið frá því að síðasta plata hans kom út. Þá var heildarsafn hans einnig endurútgefið með einhverjum viðbótum. Síðan þá hefur Megas sent frá sér nýjar plötur með nokkuð reglulegu millibili. Níu plötur Megasar má finna á lista yfir hundrað bestu plötur tuttugustu aldar á Íslandi í bókinni [[Eru ekki allir í stuði (2001)]] eftir [[Dr. Gunni|Dr. Gunna]].
 
Megas hefur ekki takmarkað sig við [[Dægurlagatónlist|dægurlagaformið]]. Hann byrjaði snemma að skrifa smásögur, sem sumar birtust í [[Tímarit Máls og menningar|Tímariti Máls og menningar]] á sjöunda áratugnum. Árið [[1990]] kom út eftir hann og [[Þórunn Valdimarsdóttir|Þórunni Valdimarsdóttur]] ''Sól í Norðurmýri - píslarsaga úr Austurbæ'', sem byggir á æskuminningum hans. Fyrsta skáldsaga hans, ''Björn og Sveinn'', leit svo dagsins ljós árið 1994. Hann hefur einnig skrifað [[leikrit]], [[Bókmenntaþýðingar|þýtt]] og [[staðfærslur|staðfært]] og svo mætti lengi telja. Safn dægurlagatexta hans kom út árið [[1991]] í bókinni ''Textar''.
 
[[Sjónbeinandi|Sjónbeinendur]] Megasar eru yfirleitt úr neðri stigum samfélagsins. Þeir eru rónar, dópistar og níðingar.