„Menningarleg afstæðishyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Hreingerning}}
 
Menningarleg afstæðishyggja er sú hugmynd eða hugsunarháttur að ekki sé til æðri menning heldur aðeins mismunandi. EkkiHugmyndin um menningarlega afstæðishyggju varð til sem viðmið í mannfræðirannsóknum hjá mannfræðingnum Frank Boas. Samkvæmt henni er ekki litið niður á tiltekna menningu heldur er hún skoðuð á hennar eigin forsendum og borin saman við menningu athugandans. Þetta þýðir að að neita þeim fyrirfram ákveðnu hugmyndum sem við höfum og hafa opinn huga og skoða hlutina útfrá samhengi sínu. Andstæðan við menningarlega afstæðishyggju er þjóðhverfa sem þýðir að telja sína menningu æðri öðrum og dæma aðra menningu útfrá sinni eigin, ekki útfrá aðstæðum og menningunni sjálfri. Menningarleg afstæðishyggja er því mikilvæg í hvers konar rannsóknum á menningarheimum. Má jafnvel segja að þetta hugtak sé grunnhugsun í öllum rannsóknum mannfræðinga. Því oft lenda þeir í aðstæðum sem eru ólíkar því sem þeir eiga að venjast og jafnvel siðferðislega eða hugmyndafræðilega krefjandi. Má þar nefna mannfræðing sem er staddur í litlu þorpi í Afríku þar sem er verið að fara að umskera konu. Á mannfræðingurinn að reyna að stöðva athöfnina því honum þykir hún röng, og hann veit að sýkingar og minnkuð gleði við kynlífsathafnir gætu komið í kjölfarið. Eða á hann að sætta sig við þetta því þetta er þeirra menning og jafnvel að taka þátt að því leyti sem hann getur og má til að skilja athöfnina og skrá hana.
 
Mannfræðingurinn Melford Spiro skipti menningarlegri afstæðishyggju í þrjá flokka: Lýsandi afstæðishyggja, siðferðisleg afstæðishyggja og þekkingarfræðileg afstæðishyggja. Lýsandi afstæðishyggja er þegar lagt er til hliðar eigið mat á heiminum, uppruna og menningu, þ.e. þjóðhverfuna, og litið er á málin hlutlaust. Siðferðisleg afstæðishyggja er þegar siðferðiskenndin skiptist ekki í gott og ekki gott. Í þekkingarfræðilegri afstæðishyggja er engin grunnþekking, hvað við vitum og hvernig við vitum það. Líkt og má ímynda sé eru fyrstu tveir flokkarnir mikilvægir til aðstoðar mannfræðingum, og jafnvel hverjum sem er við að leggja frá sér fordóma og líta opnum augum á aðra menningu. Þriðja tegundin, þekkingarleg afstæðishyggja, er aðeins erfiðari að meðhöndla því þar er efast um allt sem maður veit og hvernig maður viti það.