„Kristjanía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m gaa - finn ekki heimildina
Lína 10:
Þar sem Kristjanía er sjálfsstýrt svæði þá er það íbúanna sjálfra að framfylgja reglunum og sjá til þess að gestir virði þær. Gert er út um mál á [[borgarafundur|borgarafundum]] þar sem t.d. er kveðið upp úr um hvort nýir íbúar fái að setjast þar að.
 
Kristjanía hefur lengi verið fræg fyrir ýmsar tilraunir með [[rekstrarform]] sem byggja á [[samvinna|samvinnuforminu]] og notkun [[beint lýðræði|beins lýðræðis]] við stjórnun. [[Leikskóli Kristjaníu]] þykir t.d. mjög merkilegur fyrir nýjungar sem þar hafa komið upp og síðan breiðst út um allan heim. Kristjanía átti frumkvæði að sölu [[lífræn ræktun|lífrænt ræktaðra]] [[matvæli|matvæla]] og þar voru hönnuð og smíðuð [[Kristjaníuhjól]] með vagni að framan. Ýmis [[ferðaþjónusta]] hefur fylgt miklum straumi gesta í Kristjaníu og þar eru rekin [[veitingahús]] og [[kaffihús]].
 
==Saga Kristjaníu==