„Spjall:Fall (stærðfræði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kyrhaus (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 93:
Hvað varðar muninn á falli og vörpun skal ég ekki fullyrða en mér virðist hann einna helst liggja í því hvert bakmengið er, margir tala um föll þegar bakmengið er talnamengi, þó að það virðist nokkuð á reiki hvenær menn byrja að tala um varpanir, skilgreining á falli í t.d. raunfallgreinigu eftir Eggert Briem og Jón Ingólf Magnússon setur t.a.m. engin sértök skilyrði á fomengi eða bakmengi (rendar fjallar bókin öll aðallega um raunföll), hinsvegar minnir mig að í bókunum sem ég notaði í menntaskóla hafi engar aðrar varpanir en raunföll og e.t.v. tvinnföll, man ekki hvort þau komu nokkuð þar við sögu, verið kallaðar föll. Munurinn skiptir hinsvegar litlu máli því að ef fall/vörpun er skilgreind á fullnægjandi hátt er alltaf vitað hvað átt er við.
Kv. Kyrhaus.
 
 
Í þessari grein virðist vera alvarlegur miskilningur á því hvað eintækt fall sé, eintækt fall er ekki það sama og vörpun sem er ekki marg-gild. T.d. stendur nú í kaflanum um tvinngild föll:
„Sum föll á tvinnsléttunni eru „marggild“ og taka því sama gild fyrir ólík stök í formengi, t.d. logra- og veldisfallið. Þar sem auðveldara er að vinna með eintæk föll er tvinnsléttan oft „skorin“ og aðeins unnið með eina „grein“ fallsins, sem er eintæk.“.
 
Ég hef því fjarlægt þennan kafla.
Fara aftur á síðuna „Fall (stærðfræði)“.