„Michel Foucault“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Michel Foucault''', fæddur Paul-Michel Foucault, ([[15. október]] [[1926]] – [[25. júní]] [[1984]]) var [[Frakkland|franskur]] [[heimspeki]]ngur og kenningasmiður um hugmyndasögu og félagsfræði. Hann kenndi við [[Collège de France]] það sem hann kallaði „sögu hugsunarkerfa“ (fr. ''Histoire des systèmes de pensée'') og síðar við háskólann í Buffalo og University of California í Berkeley.
 
Foucault er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á samfélagslegum stofnunum, einkum í tengslum við geðsjúkdómafræði, læknisfræði, hugvísindi og fangelsi, sem og sögu kynferðisins. Kenningar hans um tengsl [[þekking]]ar og [[vald]]s, hafa haft gríðarleg áhrif á [[hugvísindi]] og [[félagsvísindi]] og á ýmsum sviðum [[starfsmenntun]]ar. Í verkum sínum tekur Foucault til endurskoðunar[[menningarsaga|menningarsögu]] [[nýöld|nýaldar]], oft út frá samfélagslegri útilokun tiltekinna hópa, svo sem holdsveikra, fanga og geðsjúklinga. Hann rannsakar einnigsvonefnda sifjafræði þekkingar og svokölluð ''hugsunarkerfi'' og söguleg skeið slíkra kerfa sem hann kennir við ''epistémè''. Verk hans eru gjarnan tengd við [[póststrúktúralismi|póststrúktúralisma]] eða [[póstmódernismi|póstmódernisma]] en hann hafnaði þeim merkimiðum sjálfur, enda fjarlægðist hann póststrúktúralisma eftir sjöunda áratuginn. Foucault skilgreindi hugmyndir sínar sem gagnrýna rannsókn á sögulegum rótum nútímans og kvaðst vera undir sterkum áhrifum frá Kant og Nietzsche.
 
== Ferill ==
Fyrsta mikilvæga verk Foucault nefnist ''Saga sturlunar á klassískri öld'' (fr. ''Histoire de la folie à l'âge classique'') og kom úr árið 1961. Um er að ræða rannsókn á sögu hugmynda um sturlun í rás sögunnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna verkið og er þar af nógu að taka. Verkið er myrkt, stíllinn fjarri því að geta talist skýr og tilvísanir í heimildir með óhefðbundnasta móti. Í raun koma hér saman mörg þemu heildarverks Foucault sem og ýmis atriði sem meginlandsheimspeki hefur verið gagnrýnd fyrir, þar á meðal skáldleg tilþrif í fræðitexta og þvoglukennd hugsun. Þó hefur verið deilt á verkið jafnt innan meginlandsheimspekinnar sem utan hennar og á það einnig við um verk Foucault yfirleitt. Nemandi Foucaults, Jacques Derrida, gagnrýndi bók hans afar harkalega. Þýski heimspekingurinn Jürgen Habermas hefur gagnrýnt atlögu Foucaults að Kant og Upplýsingunni, Richard Rorty gagnrýndi neikvæði Foucaults en fræðikonan Camille Paglia gengur einna lengst og vegur að fræðimennsku Foucaults í heild sinni:
 
Sannleikurinn er sá að Foucault vissi mjög lítið um neitt sem átti sér stað fyrir sautjándu öld og í nútímanum utan Frakklands. Þekkingu hans á bókmenntum og listum hvaða tímabils sem er var ábótavant. Andúð hans á sálfræði gerði hann óhæfan til að takast á við kynferði, sitt eigið eða nokkurs annars. Tilbeiðslan á Foucault sem spámanni í bandarískum og breskum akademíum er saga sem tilheyrir sögu sértrúarsöfnuða.<ref>Paglia, Camille: ""Junk Bonds and Corporate Raiders: Academe in the Hour of the Wolf" (Sex, Art and American Culture: New Essays, 1992, bls. 199).</ref>
 
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tenglar ==