„Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carnby (spjall | framlög)
Interwiki
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Eldgosið í [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]] 2010''' var [[eldgos]] í [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]], sem hófst snemma að morgni [[14. apríl]] [[2010]] og stóð til [[23. maí]] sama ár. Gosið var í toppgíg Eyjafjallajökuls og kvikan bræddi ísinn sem er við gíginn. Stórt flóð rann norður um [[Gígjökull|Gígjökul]] og út í [[Markarfljót]]. Flóð varð einnig í [[Svaðbælisá]] undir [[Eyjafjöll]]um.
 
Strax um morguninn var gossprugangossprungan orðin 2 km að lengd og teygir sig frá norður til suðurs. Stór sigdæld myndaðist kringum gíginn og fór stækkandi. Þá var gosmökkurinn kominn í 22 þúsund feta hæð um hálf-ellefuleytið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/14/sigdaeld_myndast_i_joklinum/|titill=Sigdæld myndast í jöklinum|mánuður=14. apríl|ár=2010}}</ref>
 
Gosaska dreifðist um alla [[Evrópa|Evrópu]] og olli miklum truflunum á flugumferð, en flugsamgöngur stöðvuðust dögum saman í mörgum ríkjum. Ösku[[mistur]] gerir oft á [[Suðurlandi]] vegna fokösku.