„Fróðá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Fróðárundur ==
Fróðá er þekkt fyrir [[Fróðárundur|Fróðárundur]], einhverjum dularfyllstu atburðum sem segir frá í [[Eyrbyggja saga|Eyrbyggju]]. Sumarið fyrir undrin hafði rignt yfir staðinn blóði, en talið er að sjálf undrin hafi hafist fyrir tilstilli vofveiflegs dauða heimamanna. Þeim atburði fylgdi síðan [[urðarmáni]] er sveif um veggi og hús Fróðárstaðar. Eftir að það gekk yfir, sáust [[sjódauður|sjódauðir]] menn ganga til [[langeldur|langelda]] og aðrir menn dauðir rísa úr gröfum sínum. Svo fór að gerð var gangskör að því að kveða þennan ófögnuð niður og var það gert með því að settur var [[dyradómur]] svokallaður yfir [[Draugur|draugunum]] öllum, sextán að tölu og farið þar í öllu að [[þingadómur|þingadómum]]. Að dóminum gengnum risu hinir dauðu upp úr sætum sínum og hurfu við svo búið á braut. Að svo komnu máli var vígt vatn borið á hús og helgir dómar bornir um og hefur ekki borið þar á draugum síðan..
 
== Heimildir ==