„Þjóðríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þjóðríki''' er [[ríki]] sem [[þjóð]] byggir, alla jafna á afmörkuðu landsvæði. Í þjóðríki er að meira eða minna leyti sátt um einingu þjóðar sem landið byggir, þar er yfirvald sem tekið er gilt, burtséð frá því hvernig [[stjórnarfar]]i er háttað, og ríki sem fer með og er vettvangur fyrir ýmis sameiginleg mál þjóðarinnar.
 
== Þjóðríkishugtakið ==
Þjóðríkishugtakið á sér gullöld á [[19. öldin|nítjándu öld]] og þá áttu flestar [[sjálfstæðisbarátta|sjálfstæðisbaráttur]] þjóða sér stað. Deilt er um hvort rætur þjóðríkisins séu í rómantík og þjóðernishyggju [[18. öldin|átjándu]] og nítjándu aldar, þegar hugmyndalegum stoðum var óumdeilanlega rennt undir þjóðríkishugtakið, eða aftur í ættbálkasamfélagi fyrri alda og eldri gerðum ríkja en þjóðríki skildi ekki rugla saman við borgríki. Þjóðríki birtast í samtímanum sem stöðugar einingar sem hafa verið óbreyttar um langa hríð en eigi að síður eru stærri þjóðríki, svo sem [[Spánn]] og [[Frakkland]], jafnan byggð á sameiningu margra smáríkja frá eldri tíð. Gagnrýnir umfjallendur þjóðríkishugtaksins álíta þjóðríkið menningarlegan tilbúning eða hugsmíð og telja hverfult en þjóðríkið hangir þó ekki eingöngu saman á hugmyndalegum grundvelli, svo sem á sameiningartáknum eða [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]], heldur eru í því auk [[þjóðarhefð]]a [[stjórnsýsla|stjórnsýslulegar]] og [[Stjórnmál|pólitískar]] stofnanir, [[Lög|lagaumgjörð]], stjórnmálakerfi og yfirvöld og fáir telja þjóðríkið munu líða undir lok alveg í bráð.