„Jökulhlaup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Shb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Sghice (spjall | framlög)
m →‎Grímsvötn: Innsláttarvilla lagfærð
Lína 19:
== Jökulhlaup á Íslandi ==
=== Grímsvötn ===
[[Grímsvötn]] er [[eldstöð]] undir vestanverðum [[Vatnajökull|Vatnajökli]]. Þau eru virkasta eldstöð landsins en á síðast liðnum 800 árum hafa þau gosið a.m.k 60 sinnum. Úr Grímsvötnum koma þekktustu jökulhlaup á Íslandi, Skeiðarárhlaup. Grímsvötnum hefur verið skipt í þrjá hluta; suður-eða meginöskju, norðuröskju og austuröskju. Mestur er jarðhitinn í meginöskjunni og þar e20stöðuvatner stöðuvatn hulið undir 200-300 m þykkri íshellu. Þegar of mikið vatn hefur safnast þar saman leitar vatnið undir [[Skeiðarárjökul]] í farveg Skeiðarár. Skeiðarárhlaup hefjast yfirleitt hægt en auka hraðann nokkuð hratt uns hámarki er náð. Rennslið minnkar snögglega svo þegar útrásin lokast (fellur saman). Fram á 4. áratug 20. aldar var algengt að 10 ár liðu á milli hlaupa og að vatnsmagnið væri 4-5 km3. Eftir það til 1996 var algengt að 5 ár liðu á milli hlaupa og að vatnsmagnið væri mun minna, eða um 1-3 km3. Árið 1996 kom mjög þekkt eldgos sem kom miklu raski á í Grímsvötnum. Nú er ísstíflan veikari fyrir og hafa orðið mörg smærri hlaup með óreglulegu millibili.
 
=== Kötlugos ===