„Níu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SilvonenBot (spjall | framlög)
m r2.5.4) (robot Bæti við: nn:Niårskrigen
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (robot Bæti við: vi:Chiến tranh Chín năm; kosmetiske ændringer
Lína 3:
 
== Forsaga ==
Á [[17. öldin|17. öld]] lá þýska héraðið Pfalz sitthvoru megin við [[Rín (fljót)|Rínarfljót]], fyrir norðan markgreifadæmið Baden og hertogadæmið Württemberg, en fyrir sunnan [[Hessen]]. Pfalz var kjörfurstadæmi, þannig að furstinn í héraðinu var einn þeirra sem völdu nýjan konung í þýska ríkinu og var því valdamikill maður. Á ofanverðri 17. öld var Karl I kjörfursti í Pfalz, en hann var sonur Friðriks V í Prag (sem kallaður var Vetrarkonungurinn). Dóttir Karls I var Elísabeta Karlotta (kölluð Liselotta frá Pfalz) og afréð faðir hennar að gifta hana hertoganum Filippusi frá Orleans í Frakklandi, bróður sólkonungsins [[Loðvík 14.|Loðvíks XIV]]. Hjónavígslan fór fram [[1671]] og bjó parið í [[Orleans]]. Karl I lést [[1680]]. Þá tók sonur hans, Karl II við sem kjörfursti í Pfalz. En [[1685]] lést Karl II barnlaus og vantaði þá erfingja í kjörfurstadæmið í karllegg. Þá gerði Loðvík XIV tilkall til krúnunnar í Pfalz í gegnum bróður sinn og mágkonu. Eftir hártoganir og orðaskak í nokkur ár við aðra ættingja Karls I og Karls II, réðist Loðvík inn í þýska ríkið til að leggja undir sig Pfalz með vopnavaldi. Á þessum tíma var [[Leópold I (HRR)|Leópold I]] keisari þýska ríkisins, en hann sat í [[Vín (Austurríki)|Vín]] og var upptekinn vegna innrásar Tyrkja þar austur frá.
 
== Erfðastríðið í Pfalz ==
[[Mynd:Pfaelz-Erbfolgekrieg-schadenskarte-1688-89.jpg|thumb|Barist var í Pfalz, en einnig í öðrum héruðum þýska ríkisins]]
Fyrstu skotunum var hleypt af við þýska virkið Philippsburg í [[september]] 1688. Frakkar höfðu yfir 40 þús manns að ráða, en í virkinu voru aðeins 2000 hermenn. Samt sem áður tók það Frakka rúman mánuð að hertaka virkið. Strax á eftir sátu Frakkar um borgirnar [[Mannheim]] og Frankenthal, sem báðar féllu fljótlega. Þeir höfðu hins vegar litið fyrir að hertaka aðrar borgir, s.s. [[Worms]], [[Kaiserslautern]], [[Heidelberg]], [[Speyer]] og [[Mainz]]. Auk þýskra borga náðu Frakkar að hertaka [[Elsass]] (''Alcace'') og taka borgir eins og [[Strassborg]], sem einnig voru þýsk þá. Keisarinn sjálfur var að berjast við Tyrki í austri (umsátrið um Vín var [[1683]]). Í stað hans slógu nokkrir kjörfurstar saman herjum og náðu næstu árin að endurheimta flestar borgir sem Frakkar héldu. Frökkum kom á óvart að Þjóðverjar skyldu geta náð að slá saman stórum herjum meðan Tyrkjaógnin stóð sem hæst. Þeir ákváðu að berjast ekki við þá á jafnsléttu, heldur notfæra sér þau virki sem þeir höfðu tekið og brenna nærsveitir. Eyðileggingin varð því gríðarleg á stóru svæði, ekki bara í Pfalz, heldur einnig í Baden og í Württemberg. Frakkar brenndu og eyðilögðu 20 stærri borgir og aragrúa bæja. Að lokum höfðu kjörfurstarnir betur. Þeim tókst að hrekja Frakka að mestu úr landi, sem við það misstu flest þau landsvæði sem þeir höfðu hertekið, nema Strassborg í Elsass (Alsace). Auk þess var í gangi evrópskt bandalag gegn Frökkum (Ágsborg-bandalagið) sem barðist gegn viðleitni þeirra til að ásælast nágrannalönd.
 
== England ==
Lína 58:
[[th:สงครามมหาสัมพันธมิตร]]
[[tr:Dokuz Yıl Savaşı]]
[[vi:Chiến tranh Chín năm]]
[[zh:大同盟戰爭]]