„Anders Behring Breivik“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Anders Behring Breivik (Facebook portrait in suit).jpg|thumb|Norski fjöldamorðinginn Andres Behring Breivik]]
'''Anders Behring Breivik''' (fæddur [[13. febrúar]] [[1979]]<ref>{{vefheimild | url= http://www.smh.com.au/national/modest-boy-who-became-a-mass-murderer-20110724-1hvh0.html | titill = Modest boy who became a mass murderer |mánuðurskoðað = 24. júlí | árskoðað= 2011}} </ref> í [[Osló]]) er [[Noregur|norskur]] [[hryðjuverk]]amaður sem bar ábyrgð á [[Hryðjuverkin í Noregi 2011|hryðjuverkaárásunum í Noregi 22. júlí 2011]]<ref>{{vefheimild|url=http://mbl.is/frettir/erlent/2011/07/25/oryggislogreglan_kannadi_bakgrunn_breiviks/|titill = Öryggislögreglan kannaði bakgrunn Breiviks |mánuðurskoðað = 24. júlí | árskoðað= 2011}}</ref>. Í þeim létu samtals 76 manns lífið í sprengjuárás á miðborg [[Ósló|Óslóar]] og skipulagðri skotáras á sumarbúðir [[Norski Verkamannaflokkurinn|norska Verkamannaflokksins]] á eyjunni [[Útey]] í [[Buskerud]]. Lögreglan segir að hann hafi staðið einn að tilræðinu en getur ekki fullyrt að hann hafi ekki átt sér einn vitorðsmann eða fleiri. Breivik gaf út 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu sem hann nefndi: „2083 - A European Declaration of Independence“ (2083 - Sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu). Í henni lýsir hann pólitískum skoðunum sínum, andstöðu sinni við [[Fjölmenning|fjölmenningarstefnu]] og því sem hann kallar „[[marxismi|menningar-marxisma]]“ ásamt „[[íslam]]svæðingu“ sem hann telur hafa lagt [[Vesturlönd|vestræna siðmenningu]] undir sig. Hlutar af stefnuýsingu hans er tekinn að hlutihluta til úr stefnulýsingu [[Bandaríkin|bandaríska]] hryðjuverkamannsins og „græna anarkistans“ [[Theodore Kaczynski]]<ref> {{vefheimild|url=http://visir.is/fjoldamordinginn-stal-texta-af-thekktum-hrydjuverkamanni/article/2011110729489|titill = Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni |mánuðurskoðað = 24. júlí | árskoðað= 2011}}</ref>, þar má nefna skilgreiningar Kaczynskis á því sem hann kallaði ''"fjöldasálfræði vinstrisinna"''. Breivik telur ekki unnt að snúa við [[íslam]]svæðingu Vesturlanda nema með því að fjarlægja stjórnmálaöflin sem heimila hana. Skjalið setti hann í almenna dreifingu á netinu og má finna á torrent-deilisíðum og víðar.<ref>[http://www.kevinislaughter.com/wp-content/uploads/2083+-+A+European+Declaration+of+Independence.pdf 2083 - A European Declearance of Independance]</ref>
 
== Tilvísanir ==
Óskráður notandi