„Beyoncé“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 134:
=== Sasha Fierce fatalína ===
Þann 1. júlí 2009 fóru Knowles og fatahönnuðurinn móðir hennar, Tina, af stað með aftur-í-skólann fatalínuna sem var innblásin af búningum tónleikaferðarinnar. Fötin voru hönnuð af Thierry Mugler. Línan samanstóð af íþróttafatnaði, yfirhöfnuð, handtöskum, skófatnaði, augsnskuggum, nærfötum og skartgripum. Fatalínan ætlaði sér að grípa anda poppstjörnunnar á sviði. Útlitið er slétt, mjög öðruvísi og poppað upp með fullt af málmskartgripum, meðal annars sundbolum og mikið af legginsbuxum. „Línan er í rauninni hin hliðin á mér og ég er mjög þakklát fyrir að geta tjáð hana. ‚Sasha Fierce‘-línan er fyrir öruggar, næmar og þorandi hliðina á konum,“ útskýrir Beyoncé. Í grundvallaratriðum er hún fyrir allar ungar konur þarna úti sem vilja segja tískuheiminum: „Ég er eins konar Sasha Fierce...“
 
== Einkalíf ==
Í desember 2006 viðurkenndi Knowles að hún hefði þjáðst af þunglyndi þegar Destiny's Child stóð í miklum erfiðleikum árið 2000: þegar LeToya Luckett og LaTavia Roberson hættu, fjölmiðlar rifu þær í sig, gagnrýnendur og bloggarar ollu því að hljómsveitin þurfti að fara í frí og kærastinn hennar til langs tíma (frá því hún var 12 ára þangað til hún varð 19 ára) hætti með henni.
 
Þunglyndið var svo alvarlegt að það varði í nokkur ár, og á meðan læsti hún sig inni í herberginu sínu og neitaði að borða. Knowles sagði að hún hafði átt erfitt með að tala um þunglyndið vegna þess að Destiny's Child hafði nýverið unnið sín fyrstu Grammy-verðlaun og hún óttaðist að enginn myndi taka hana alvarlega. Allt það sem hafði gerst á undan varð til þess að hún efaðist um sjálfa sig og hverjir raunverulegir vinir hennar væru, lýsti aðstæðunum og sagði, „Nú þegar ég var orðin fræg, óttaðist ég að ég myndi aldrei finna neinn sem myndi elska mig aftur. Ég óttaðist að eignast nýja vini.“ Hún man eftir því að móðir hennar, Tina Knowles, sagði henni loks að leita sér hjálpar við þunglyndinu, „Hvers vegna heldur þú að einhver muni ekki elska þig? Veistu ekki hversu klár, yndisleg og falleg þú ert?“
 
Síðan 2002 hefur Knowles átt í ástarsambandi við rapparann [[Jay-Z]], sem hún hefur einnig unnið með nokkrum sinnum. Orðrómur var um samband þeirra eftir að Knowles hafði sungið inn á lag hans, „'03 Bonnie & Clyde“. Þrátt fyrir endalausa orðróma um samband þeirra, héldu þau því leyndu. Árið 2005 byrjuðu sögusagnir um brúðkaup þeirra. Knowles endaði sögusagnirnar með því að segja að hún og Jay-Z væru ekki einu sinni trúlofuð. Þegar hún var spurð aftur um málefnið í september 2007, sagði Jay-Z: „Einhvern daginn, eftir stuttan tíma-segjum ekki meira en það.“ Laura Schreffler, blaðamaður hjá tímaritinu ''OK!'' sagði: „Þau eru einstaklega hlédrægt fólk“.
 
Þann [[4. apríl]] [[2008]] giftust Knowles og Jay-Z í [[New York borg]] og fékk almenningur fréttir af því þann 22. apríl. Knowles sýndi ekki giftingarhring opinberlega fyrr en á Fashion Rock tónleikunum þann 5. september 2008 í New York. Knowles sagði loksins frá hjónabandinu í gegnum opnunarmyndband fyrir veislu sem tengdist ''I Am... Sasha Fierce''.
 
Í [[60 mínútur|60 mínútum]] sem var sýndur 2010 sagði Knowles að henni hefði verið kennt heima þegar hún var barn og að hún fer með bænir fyrir hverja tónleika.
 
== Útgefið efni ==