„Heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Lína 17:
 
== Skilgreining ==
Það hefur reynst afar erfitt að finna skilgreiningu á heimspeki vegna þess hve margvíslegar hugmyndir hafa verið kallaðar heimspeki. Eigi að síður má reyna að lýsa einkennum hennar að einhverju marki. ''Penguin Dictionary of Philosophy'' skilgreinir heimspeki sem rannsókn á „almennustu og mestu grundvallarhugtökum og -lögmálum sem eru fólgin í hugsun, athöfnum og raunveruleikanum“. ''Oxford Dictionary of Philosophy'' tekur í sama streng.<ref>Simon Blackburn, „Philosophy“ í ''The Oxford Dictionary of Philosophy'' (Oxford: Oxford University Press, 2008).</ref> ''Oxford Companion to Philosophy'' lýsir heimspeki meðal annars sem kerfisbundinni og gagnrýninni rökhugsun um eðli heimsins almennt, um réttmæti skoðana manns og breytni manns í lífinu.<ref>Lord Quinton, „Philosophy“ hjá Ted Honderich (ritstj.), ''The Oxford Companion to Philosophy'' (Oxford: Oxford University Press, 2005).</ref>
 
Flestir heimspekingar eru sammála um að aðferð heimspekinnar felst í rökrænni orðræðu, enda þótt sumir heimspekingar hafi dregið í efa að maðurinn sé fær um [[rökhugsun]], eins og henni er venjulega lýst.