„Heimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Heimspekigátt}}
[[Mynd:Rodin-Denker-Kyoto.jpg|thumb|right|160px|Hugsuðurinn eftir [[Auguste Rodin]]]]
'''Heimspeki''' er glíma við grundvallarspurningar um veruleikann og stöðu mannsins í heiminum.<ref>Sbr. Pál Skúlason, „Heimspeki er glíma fræðilegrar hugsunar við gátur veruleikans.“ ''Í skjóli heimspekinnar'' (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1995). Sjá einnig Hauk Má Helgason. „Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?“. Vísindavefurinn 10.10.2000. http://visindavefur.is/?id=984. (Skoðað 22.7.2011).</ref> Þeir sem fást við heimspeki kallast [[Heimspekingur|heimspekingar]] og reyna þeir meðal annars að skýra inntak og tengsl [[hugtak]]a og fyrirbæra á borð við [[sannleikur|sannleika]], [[merking]]u og [[tilvísun]], [[skilningur|skilning]], [[þekking]]u, [[skoðun]], [[vísindi]], [[skýring]]u, [[lögmál]], [[tegund]], [[samsemd (heimspeki)|samsemd]], [[eðli]], [[eiginleiki|eiginleika]], [[orsök]], [[rök]], [[vensl]], [[nauðsyn]], [[möguleiki|möguleika]], [[lög]], [[rétt]], [[rangt]], [[gott]], [[illt]], [[hamingja|hamingju]], [[dygð]], [[skylda|skyldu]], [[athöfn]], [[Atburður (heimspeki)|atburð]], [[réttlæti]], [[réttindi]], [[frelsi]], [[vinátta|vináttu]], [[ást]], [[fegurð]], [[list]] og svona mætti lengi áfram telja. En heimspekin er ekki hvaða glíma sem er við þessar spurningar sem á okkur leita, heldur er hún fyrst og fremst tilraun til að fást við þessar spurningar af einurð og heilindum. Hún er ekki einber [[opinberun]] einhverrar skoðunar, heldur er hún ætíð rökstudd, jafnvel þótt stundum séu rökin ósögð og undanskilin og þau verði að lesa á milli línanna.
 
Við þetta má bæta að heimspeki er ekki bara samansafn spurninga sem [[raunvísindi]]n eiga eftir að svara, því túlkun á niðurstöðum vísindanna getur beinlínis oltið á heimspekilegri afstöðu sem liggur [[tilraun]]um og túlkun þeirra til grundvallar. Þess vegna geta vísindin einfaldlega ekki svarað öllum spurningum heimspekinnar án þess að gefa sér svörin. Á hinn bóginn mætti segja að heimspekin sé sjálf ákveðin grein eða ákveðinn þáttur [[vísindi|vísindanna]] eða framhald þeirra; hún hefur sjálf eitthvað fram að færa til heildarmyndar okkar af sjálfum okkur og heiminum, lífinu og tilverunni.