„Jacques Derrida“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snæfarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 21:
Verk Derrida hafa skírskotanir til ótal sviða, svo sem [[Bókmenntir|bókmennta]], [[arkitektúr]]s, [[félagsfræði]] og [[menningarfræði]]. Á síðari hluta ferils síns fékkst hann einkum við siðferðisleg og pólitísk efni og hafði áhrif á stjórnmálahópa. Hann var umdeildur í lifanda lífi og er enn. Litið er á verk hans sem áskorun gagnvart óvefengdum frumforsendum vestrænnar heimspekihefðar og hefða vestrænnar menningar í heild sinni.
 
'''== Ævi''' ==
Derrida fæddist í úthverfi í Alsír inn í gyðingafjölskyldu af millistétt sem varð fyrir barðinu á Vichy-stjórninni. Hann var rekinn úr skóla í október árið 1942 af rasískum ástæðum. Þetta hafði hann í minnum ævilangt og brottreksturinn hafði mótandi áhrif á persónuleika hans. Hinn ungi Derrida tók þátt í ýmsum íþróttakeppnum í uppbótarskyni og dreymdi um að verða atvinnumaður í fótbolta. En þá þegar hafði hann uppgötvað og var tekinn að lesa af ástríðu ekki aðeins klassíska skáldsagnahöfunda heldur einnig heimspekinga og rithöfunda á borð við Albert Camus, Antonin Artaud, Paul Valéry, Rousseau, Nietzsche og André Gide.