→Rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki
Nútímaheimspeki, sem hófst seint á [[19. öld]] og fram til [[1961-1970|7. áratugar]] [[20. öld|20. aldar]], einkenndist af síauknum klofningi á milli „meginlandshefðarinnar“ og „rökgreiningarhefðarinnar“ sem var ríkjandi í hinum [[Enska|enskumælandi]] heimi.
Hefðirnar virðast í grundvallaratriðum ólíkar en þó eiga þær sameinlegar rætur. Báðar hafna þær [[René Descartes|kartesísku]] hefðinni og raunhyggjuhefðinni sem höfðu verið ríkjandi í heimspeki síðan snemma á nýöld og
Það sem liggur rökgreiningarhefðinni til grundvallar er það viðhorf (sem Ockham varði upphaflega) að mistök í heimspeki verði til vegna misskilnings sem stafar af tungumálinu. Við ímyndum okkur að sérhvert orð (t.d. „skalli“, „tilvist“) samsvari einhverju í raunveruleikanum. Samkvæmt kenningum rökgreiningarheimspekinga er sönn merking venjulegrar setningar „hulin af málfræðilegu formi þeirra“ og við verðum að þýða þær á yfir á rétt form (sem nefnist [[rökform]]) til þess að skýra þær. Vandinn, sem enn er óleystur, er að ákvarða hvert hið rétta rökform hljóti að vera. Sumir heimspekingar (í kjölfarið á [[Gottlob Frege]] og [[Bertrand Russell]]) hafa fært rök fyrir því að táknmál [[rökfræði]]nnar sýni okkur rétt rökform venjulegra setninga.
|