„Heimspeki“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 10 árum
Nútímaheimspeki, sem hófst seint á [[19. öld]] og fram til [[1961-1970|7. áratugar]] [[20. öld|20. aldar]], einkenndist af síauknum klofningi á milli „meginlandshefðarinnar“ og „rökgreiningarhefðarinnar“ sem var ríkjandi í hinum [[Enska|enskumælandi]] heimi.
 
Hefðirnar virðast í grundvallaratriðum ólíkar en þó eiga þær sameinlegar rætur. Báðar hafna þær [[René Descartes|kartesísku]] hefðinni og raunhyggjuhefðinni sem höfðu verið ríkjandi í heimspeki síðan snemma á nýöld og hverhvor um sig hafnar einnig þráhyggjunni um sálfræðilegar skýringar sem lék um heimspeki hughyggjunnar.
 
Það sem liggur rökgreiningarhefðinni til grundvallar er það viðhorf (sem Ockham varði upphaflega) að mistök í heimspeki verði til vegna misskilnings sem stafar af tungumálinu. Við ímyndum okkur að sérhvert orð (t.d. „skalli“, „tilvist“) samsvari einhverju í raunveruleikanum. Samkvæmt kenningum rökgreiningarheimspekinga er sönn merking venjulegrar setningar „hulin af málfræðilegu formi þeirra“ og við verðum að þýða þær á yfir á rétt form (sem nefnist [[rökform]]) til þess að skýra þær. Vandinn, sem enn er óleystur, er að ákvarða hvert hið rétta rökform hljóti að vera. Sumir heimspekingar (í kjölfarið á [[Gottlob Frege]] og [[Bertrand Russell]]) hafa fært rök fyrir því að táknmál [[rökfræði]]nnar sýni okkur rétt rökform venjulegra setninga.
Óskráður notandi