„Kvennaskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Saga skólans ==
Aðdraganda að stofnun skólans má rekja til ávarps sem birtist í blaðinu [[Þjóðólfur|Þjóðólfi]] árið [[1871]] og var undirritað af 25 konum.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2026103 ''Ávarp til Íslendinga''], Þjóðólfur 28. mars 1871</ref> Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af hjónunum [[Þóra Melsteð|Þóru]] og [[Páll Melsteð (sagnfræðingur)|Páli Melsteð]] árið [[1874]], sem bæði höfðu komið að birtingu ávarpsins. KvennskólinnKvennaskólinn er því einn af elstu skólum landsins. Þóra var fyrsti skólastjóri skólans en [[Ingibjörg H. Bjarnason]] tók við starfi skólastjóra um [[1906]] eftir að hafa kennt þar þrjú undanfarin ár og gegndi því starfi til dauðadags 1941. Eins og nafnið gefur til kynna var skólinn eingöngu fyrir stelpur, en því var breytt [[1977]] þegar piltum var veitt innganga til náms við skólann. Í dag eru piltar tæpur þriðjungur nemenda. Skólinn varð framhaldsskóli [[1979]] og fyrsti stúdentahópurinn útskrifaðist [[1982]].
 
Framan af var töluvert mikil áhersla lögð á að kenna fatasaum, handavinnu og teikningu í skólanum<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2275892 Kvennaskóli Reykjavíkur. ''Lögrétta'', 36. tölublað, 1907.]</ref> og einnig var sérstök hússtjórnar- eða húsmæðradeild var við skólann frá 1905-1942 en var þá lögð niður þar sem ekki þótti þörf á henni eftir að [[Hússtjórnarskóli Reykjavíkur|Húsmæðraskóli Reykjavíkur]] var stofnaður.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1062192 Ragnheiður Jónsdóttir ráðin forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík. ''Alþýðublaðið'', 16. maí 1942.]</ref>